Myndin fjallar um mann að nafni Alexander Hartdegen, sem er uppfinninga maður og kennari við háskóla.
Hann er yfir sig ástfanginn af kærustu sinni og hefur það fyrirhugað að giftast henni. Kvöldið þegar hann biður hennar verða þau tvö rænd og hún verður fyrir slysaskoti.
Alexander er niðurbrotinn maður eftir dauða hennar, og eftir fjögur ár, hefur hann náð að smíða tímavél, með það í huga að fara aftur í tíma, fyrir þann tíma sem kærasta hans deyr og ná að bjarga henni frá dauðsfallinu.
En ekki fer allt eins og ætlast var og það mun hann fá að sjá….
Aukaefni myndarinnar er alveg ágætt, tvær heimildarmyndir og annað skemmtilegt.
Í heild:
Mynd ***
Aukaefni **
Alls: ** ½*
Ef þið viljið fá að sjá annað tengt myndinni getið þið farið <a href=http://www.countingdown.com/timemachine/>hingað</a >
Takk fyrir.
…hann var dvergur í röngum félagsskap