Red Dragon Hérna er ég með eina mjög jákvæða gagnrýni um prequel Silence of the Lambs, Red Dragon.

Gagnrýnin er þýdd af <a href="http://www.comingsoon.net“>ComingSoon.net</a>.

Myndinni er leikstýrt af leikstjóra Family Man og Rush Hour 1 & 2, Brett Ratner. Ég var ekkert mjög bjartsýnn á framhaldið en fór þó aðeins að birta þegar ég las að Anthony Hopkins myndi snúa aftur sem mannætan Dr. Lecter en varð þó enþá ánægðari þegar ég sá að ekki aðeins snillingurinn Edward Norton heldur líka bresku gæðaleikararnir Ralph Fiennes og Emily Watson myndu líka leika, ekki nóg með það heldur er einnig Harvey Keitel. Traust leikaralið.

Red Dragon hefur verið að fá mjög góða dóma á prufusýningum og á hún örugglega ekki eftir að valda neinum vonbrigðum eins og Hannibal gerði hér fyrir tveimur árum áður.

—–

Fyrrverandi FBI löggan Will Graham er mjög snjöll rannsóknarlögga sem hætti í FBI eftir að hafa næstum því drepist við handtöku Dr. Lecters. Ári seinna, eftir röð morða, ógeðslegra morða þá er Graham fenginn aftur til að aðstoða við málið. En hann áttar sig fljótlega á því til að ná morðingja, í þessu tilfelli Tannálfinn (Fiennes), þá verður maður að komast inn í hugarheim morðingja. Það næsta sem kemst þar að er að leita hjálpar hjá jafn snjöllum og jafn brjáluðum. Þetta þýðir aðeins eitt, Graham þarf að mæta gömlum óvini sínum, Dr. Hannibal Lecter.

Eitt það besta við myndina er að sjá sambandið milli Dolarhyde og Rebu þróast. Frammistöður þeirra tveggja, Fiennes og Watson, standa uppúr meðal hinna fínu leikara í þessari mynd.

Dolarhyde var misnotaður bæði líkamlega og andlega af geðbiluðu ömmu sinni sem breytti honum í feimna týpu og morðingjann, ‘Rauða drekann’ eins og hann kallar sig. En það sem er það besta við þetta er þegar hann hittir Rebu þá byrjar þetta að mynstur að brotna niður og ýmsar siðferðiskenndir koma upp hjá honum, hvort þetta sé rétt eða rangt hjá honum. Reba er blind og þannig getur hún ekki séð hans afmyndaða andlit og það hjálpar honum og lætur honum líða eins og hann sé samþykktur. Samband þeirra er lykillinn í myndinni og frábær leikur þeirra beggja tryggir það.

Sir Anthony Hopkins snýr í þriðja sinn sem Dr. Hannibal ‘Cannibal’ Lecter og er í essinu sínu núna. Þú munt skríða saman í sætinu þínu við að horfa á það sem hann segir og gerir, en á sama tíma muntu hlægja að sumum línum sem hann segir. Edward Norton leikur Will Graham mjög vel (eins og hvert annað hlutverk hans) og skilur ekki eftir neinn efa um að hann hafi ekki verið hæfur í hlutverkið. Hann er snjall, hugmyndaríkur og öruggur í hlutverki sínu.

Leikstjórinn Brett Ratner tekur bókina með meiri trú heldur en í mynd Michael Mann’s, Manhunter ‘86. Það sem er einnig tilkomumikið er byrjunaratriðið sem sýnir handtöku Dr. Lecter’s og hvernig það hafði þau áhrif að Graham hætti.

Tónlist Danny Elfman's bætir við mikilli spennu og magnþrungnu andrúmslofti í myndina. Sérstaklega stendur uppúr eitt atriði þegar Will Graham rannsakar eitt húsanna þar sem morðin voru framin. Tónlist Danny's minntu mig ekki á hans fyrri lög gerði það myndina mikið ógnvænlegri.

Red Dragon er ekki sama gerð og Hannibal, lélegir brandarar og fáránlega mikið ofbeldi. Í þetta sinn er það sálfræðitryllirinn sem tekur við, sem heldur þér á ystu brún sætisins og minnir þig á að stundum þarf að tékka á lásnum heima hjá þér áður en þú ferð að heiman.

En það eina sem mér fannst ekki virka í myndinni var Phillips Seymour Hoffman sem fréttamaðurinn Freddy. Þegar hann var í alvöru hættu þá var ég meira hlægjandi frekar en að vorkenna honum. Og þótt að Hopkins hafi verið frábær þá var hann mikið minna í myndinni heldur en í Hannibal. Þú ættir ekki að fara á þessa mynd til að sjá Dr. Lecter við máltíðir sínar, láttu restina af leikaraliðinu um það.

Myndin fékk 8/10 í einkum sem er mjög gott.

—–

Ég verð að segja að ég get ekki beðið eftir að sjá þessa mynd, enda elska ég sálfræðitrylla og var ég alls ekki ánægður með hina umdeildu Hannibal.

Upprunalega gagnrýni má finna <a href=”http://www.comingsoon.net/reviews/reddragon.php ">hérna</a>.

Red Dragon verður frumsýnd 18. október á Íslandi.