Leikstjóri: Norio Tsuruta.
Leikarar: Yukie Nakama, Seiichi Tanabe, Kumiko Aso…etc.
Special FX: ????
Tveimur árum eftir Ring og Ring 2 kemur þriðja framhaldadið sem er eiginleg prequel fremur en sequel. Nú er komið allt annað lið sem er að vinna að þessu heldur en í Ring og Ring 2, maður veit nú ekki hvort það er gott eða slæmt…
Þegar verið er að gera framhöld af meistarastykki eins og Ring þarf að fara virkilega varlega, minnstu mistök geta rústað myndinni. Eða gert það að verkum að maður lítur hreinlega ekki á framhaldið sem hluta af seríunni(eins og t.d. Friday the 13th Part 5).
Er Ring serían farin til helvítis eða lokar þessi mynd hringnum og gerir þetta að ógleymanlegri trílógíu? Ég leyfi ykkur að dæma um það…
Hvernig varð Sadako að mórðóðum sjónvarps-draug? Í þessari fáum við að vita allt um það hvernig hún lifði og dó.
Sadako er feimin framhaldskólastelpa sem er þó einhverra hluta vegna í drama-leiklistarhóp(hvernig sem maður á að orða það). Leikstjórinn hefur trú á henni en smátt og smátt fara mótleikarar hennar að verða öfundsjúkir útí hana og reyna hvað sem er til að koma henni í koll. Hún verður yfir sig ástfanginn af hljóðmanninum sem greyið veit ekkert hvar hann stendur. En brátt fara furðulegir hlutir að gerast á æfingum og allir benda strax á Sadako. Á meðan kynnumst við ungri stulku sem er að grenslast fyrir um Shizuko, mömmu Sadako, sem við kynntumst aðeins í fyrri myndunum. Hún áttar sig á því að það er eitthvað virkilega skrítið við Sadako og fer að rannsaka hana nánar… með hrikalegum afleiðingum…
Maður sér það strax að þessi mynd er ekki eftir sama fólkið. Myndatakan og leikstjórnin er allt öðruvísi þó að ég hafi ekki yfir neinu að kvarta.
Leikurinn er skárri en í hinum myndunum en söguþráðurinn er jafn furðulegur og breytilegur þannig að maður er hálf ringlaður þegar þetta er búið.
Endirinn er magnaður, mjög skemmandi jafnvel fyrir mann eins og mig, verð að segja að þessi líkist upprunalegu myndinni á þann hátt að myndin gengur frekar hægt þangað til að maður fær allt beint í æð í bláendann. Frekar magnað.
Þetta er skrifað eftir sama mann og skrifaði fyrri myndirnar en ég ímyndaði mér ekki alveg jafn SCI-FI byrjun á þessu öllu saman.
Þetta er samt mynd sem maður þarf að horfa á oftar en einusinni til að botna fullkomlega.
Nú bíðum við bara spennt eftir endurgerðinni af Ring…
**
Ring : http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?grein_id=4552 7
Ring 2 : http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?grein_id=5379 7