Leikstjóri: Guillermo del Toro.
Leikarar: Wesley Snipes, Kris Kristofferson, Leonor Varela…etc.
Special FX: Steve Johnson (IV).
Árið 1998 kom út skemmtilega öðruvísi mynd í vampíruheiminn, Blade. Hún fór dálítið öðruvísi leið en aðrar myndir í sama flokki og má segja að hún hafi breytt aðeins stefnunni. Wesley Snipes mannaði þessa mynd ásamt snillingnum Kris Kristofferson, en ég hef nú aldrei verið hrifin af Snipes. Það má í raun og veru segja að þessi mynd hafi frekar verið bardaga-spennumynd í stað hryllingsmyndar en útaf því að þetta fjallar nú einusinni um vampírur þá sleppur þetta. Nú fjórum árum seinna kemur framhaldið og ætlaði ég mér alltaf að fara á hana í bíó en mistókst það einhvernvegin þannig að ég varð að sætta mig við sjónvarpið og græurnar. Ég var farinn að halda að gæinn á videoleigunni hafi látið mig fá nýjustu Jackie Chan myndina…
Eric er mættur aftur og er búinn að vera að leita að gamla félaga sínum Whistler sem að “lifði” víst af fyrri myndina. Hann kemst að því að erkióvinir hans, vampírurnar, eru með hann og það er nú ekki málið að redda því. Á meðan fáum við að kynnast nýrri tegund “vampíra”… Gæar sem líta út eins og nosferatu og þola silfur og hvítlauk. Ekki nóg með það heldur ef þær bíta aðrar vampírur þá fjölga þær sér. Vampírukynstofninum er ógnað af þessu og fá þá Eric(Blade) sér til hjálpar til að útrýma þeim. Eric kynnist þá Nyssa sem er dóttir einhvers “æðstu vampíru” og gengi sem hafði verið þjálfað til að drepa hann… skemmtilegt.
En getur Eric treyst erkióvinum sínum meðan þau reyna að útrýma þessum nýju vampírum?
Þessi mynd er ekkert annað en sýning. Hvert bardagaatriðið á fætur öðru og ekki vantaði techno tónlistina sem fylgir þeim.
Sum atriðin voru meira að segja bara ílla gerð, t.d. þegar Eric(Blade) hittir Nyssa fyrst þá er þetta eins og maður sé að horfa á Tekken eða einhvern álíka bardagatölvuleik. Sorglegt en satt… hefðu átt að sleppa að tölvugera bardagana.
Tónlistin er ekki uppá marga fiska og er Eric gerður svo hrikalega, hallærislega, of svalur að það er ekkert fyndið.
Það eina góða við þessa mynd eru nýju vampírurnar sem voru vægast sagt hrikalega flottar, förðunin fær stóran plús og hönnunin á þeim, þó að hún hafi verið svolítið Sci-Fi.
Fyrri myndin er án efa mikklu betri og ekki nærri því eins ýkt.
Bíðið eftir að þessi verður sýnd í sjónvarpi… hún er ekki 500kr virði.
*