Leikstjóri: Jean-Paul Salomé.
Leikarar: Sophie Marceau, Michel Serrault, Frédéric Diefenthal…etc.
Special FX: Alain Carsoux, Nurith Barkan.

Það mætti halda að Frakkar væru komnir með eitthvað hryllingsmyndaæði núna allt í einu. Ekki er ég enn búinn að gera upp hug minn um það hvort það er af hinu slæma eða góða. The Brotherhood of The Wolf kom út sama ári og Belphégor. Það stendur reyndar líka á hlustri myndarinnar að þetta sé eftir sömu framleiðendur, en mér mistókst að finna nokkurn mann sem vann við báðar myndirnar á imdb. Kannski bara óheppni í mér.
En allaveganna þá er þetta um drauginn í Louvre safninu og var nú gerð þáttasyrpa um þennan blessaða draug um 1965 og hef reyndar bara heyrt góða hluti um það. Þessi mynd hlýtur bara að vera fara eitthvað á mis því að hún stenst enganvegin væntingar.

Lisa er ósköp venjuleg kona sem að vill svo skemmtilega til að býr beint á móti Louvre safninu. En hún er búin að vera að sjá um ömmu sína sem hefur verið veik og að jafna sig á fyrrverandi kærasta. Lífið gengur sinn vana gang þangað til einn daginn að fólkið í safninu finnur múmíugrey sem er búið að vera gleymt og grafið í geymslu safnsins. Rannsókn hefst á múmíunni og þau er ekki fyrr búin að opna kistuna þegar furðulegir hlutir fara að gerast. Rafmagnið fer af í hálfu Frakklandi og þá hringir fyrr nefnda vinkona okkar Lisa á rafvirkja. Heim til hennar kemur draumaprinsinn til að bjarga málunum og eins og flestir sjá strax þá er þetta ekki síðasti fundur þeirra. Lisa lendir í svaka dramartísku sambandi við bæði rafvirkjann og múmídrauginn. Ævagamall rannsóknarlögreglumaður kemur í spilið sem er greinilega frekar hjátrúarfullur og er staðráðinn í því að ná þessum djöfli.

Hver er ekki kominn með full nóg af múmíum núna eftir The Mummy myndirnar sem voru hvor um sig verri? Greinilega ekki Frakkarnir.
Byrjunin var þó frekar flott, frumleg og skemmtileg þótt að þetta minnti mann svolítið mikið á vel þekkta hryllingsmynd(Vlad greifi kannski?).
Lýsingin er vel nýtt og tæknibrellurnar góðar þó að þær fara að verða þreyttar þegar líða fer á myndina. Persónusköpunin kemur öðru hvoru á óvart og eru nokkrir skemmtilegir karakterar inná milli. Leikstjórnin er ágæt og leikararnir standa sig með prýði…
EN handritið smellur ekki saman á köflum og eru nokkrar holur í myndinni. Drauginum var varla ætlað að vera ógnvekjandi því að maður er hræddari við rannsóknarlögreglumannin en hann.
Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af Brotherhood of The Wolf en kýs hana þó frekar.

*1/2