Leikstjóri: Doug Liman
Handrit: Robert Ludlum, Tony Gilroy
Tagline: He was the perfect weapon until he became the target.
Tegund myndar:Spenna/Thriller
Aðalhlutverk:Matt Damon, Franka Potente, Chris Cooper, Brian Cox og Julia Stiles
The Bourne Identity fjallar um Jason Bourne(Matt Damon)sem finnst fljótandi í miðjarðarhafinu meðvitundarlaus og veit ekki hver í fjandanum hann er. Hann fer til Sviss til að komast að því hver hann er og kemst að því til skelfingar að ýmsir aðilar vilja hann feigan, en hann kemst einnig að því að hann er svaka klár að slást og afgreiða vondu kallana, hann ákveður því að leggja á flótta með Marie (Franka Potente) Konu sem hann ekkert þekkir og takast á við fortíð sína.
Það má segja að þetta sé áhugaverð mynd, Matt Damon stendur sig vel sem og flestir aðrir leikarar myndarinnar og er þeim ölum vel leikstýrt af Doug Liman, það skemmtileg tilbreyting að sjá Matt Damon fara hamförum í staðinn fyrir Arnold Schwarzenegger og aðra ellismelli. Talað var um það að XXX væri arftaki James Bond en ég get sagt með vissu að Jason Bourne myndi sóma sér betur á þeim stalli, myndin er ekki óraunveruleg eins og áður nefnd XXX og er alveg þrælfín skemmtun og mæli ég með henni.
***1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.