hmm.. ég bara var að horfa á þessa líka YNDISLEGU mynd um daginn og varð bara að skrifa eitthvað um hana!

Ég verð að viðurkenna að ég man ekki hvenær hún kom út en man þó að það var auðvitað Steven Spielberg sem leikstýrði og aðalhlutverk léku Liam Neeson, Ben Kingsley, Ralph Fiennes o.fl.

Myndin fjallar um Oscar Schindler og það sem hann gerði á tímum helfarar nasistanna! Myndin er um 3 tímar og er svart hvít sem setur mikinn svip á hana! Hún byrjar rétt áður en nasistarnir hefja helför sína og spannar tímann alvegfram að lokum heimstyrjaldarinnar. Hún sýnir viðbjóðslega framkomu nasistanna við gyðingana sem voru í vinnu og fangabúðum (t.d. er eitt atriði þar sem einn “merkilegur” nasisti stendur úti á svölum, ber að ofan og er að skjóta gyðinga sér til dægrastyttingar) og örlítið er sýnt af Auzwitch.
Það sem Oscar síðan gerði var að fyrir stríðið átti hann verksmiðju þar sem fjöldi gyðinga vann fyrir hann. Og seinna í myndinni






***** spoiler fyrir fólk sem ætlar sér að sjá myndina og vill ekki vita neitt.. ******




eyðir hann nær öllum pening sínum í að bjarga hverjum eina og einasta sem vann fyrir hann úr fangabúðunum með að kaupa þau til vinnu fyrir sín. Með því bjargaði hann yfir 1000 gyðingum frá slátrun!




**** end of spoiler****


Hún gæti verið svolítið lengi að byrja en haltu þig við hana, það mun borga sig.

Algjör must-have-seen mynd og ef ÞÚ ert ekki búin að sjá hana skaltu drattast út á leigu og taka hana á stundinni!!

****/****
"