Vér könnumst öll við þann leikstjóra sem hefur ættarnafnið Demme. Jú, það er hann Jonathan Demme, sá sem leikstýrði Óskarsverðlauna myndunum “The Silence of the Lambs” og “Philadelphia”. Hann hefur ekki verið að gera mikið upp á síðkastið (síðasta myndin sem hann gerði var “Beloved” (1998) með Opruh Winfrey og Danny Glover og svo lék hann í einum þætti af “Oz”), en þangað til nú. Nýjasta myndin sem hann leikstýrir, og skrifar einnig handritið af, heitir "The Truth About Charlie og hún skartar engri annari en hinni gullfallegu Thandie Newton (M:I 2), og einnig leikur ,hinn-upp-og-niður-leikari, Mark Wahlberg (sem allir þekkja) í henni og svo má ekki gleyma hinum stórkostlega leikara Tim Robbins (sem ennþá fleiri þekkja).

Myndin fjallar í stuttu máli um hina ríku og gullfallegu konu Reginu Lampert (Thandie Newton) sem býr í tískuborginni París. Hún ætlar að skilja við bónda sinn og þegar hún reynir það þá kemst hún að því að hann er dauður og allir peningar þeirra eru horfnir. Þá fer leikurinn heldur betur að æsast, hún hittir dularfullan mann, að nafni Joshua Peters (Mark Wahlberg), sem segir henni að peningurinn þeirra (sem er týndur) hafi verið hans og hann vilji fá þá aftur í snatri og hann heldur að hún sé að fela peningana. Á meðan safnast saman fleira og fleira af dauðu fólki. Aaaahhhh! (ég veit samt ekkert hvar hann Tim Robbins kemur fyrir í þessari mynd, en hvað með það?)

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 25. október næstkomandi og kemur þá líklegast hér á land í nóvember eða desember.

Takk fyrir mig!

goldy