…bara spólur og horfir á það í 21“ United sjónvarpinu sínu og líkar… það mætti halda að þetta væri beint skot á mig sigzi, ég er einmitt með 21” United tæki og mér líkar það fínt.
en hér er það sem ég vildi segja..
ég held að VCD sé orðið of stórt hugtak til að flokka bara undir original formattið, margir nú til taks (sérstaklega þeir sem flokkast sem n00bs) kalla allar kvikmyndir sem ekki eru DVD/VHS formi en eru á tölvutækuformi, VCD. En það eru til svo mörg format yfir myndir á tölvutæku formatti, divx, avi… það er eitt að eiga Predator á AVI formatti og eiga Predator á VCD formatti, þótt það standi VCD þegar maður fær skránna þá er þetta ekki VCD, maður þarf að encoda þetta yfir á VCD eða þá SVCD sem tekur tíma.
VHS vs DVD, einsog er komið hjá mér kýs ég VHS, ódýrara, einfaldara og maður fer ekki í kast ef krakki kemst í spólurnar, (ekkert gaman að sjá barnaslef og tannaför á DVD diskum),(útaf barnalásnum á toppplötunni). VHS spólur eru betur varðar en DVD diskar, þótt tapeið sjálft sé viðkvæmt er það geymt á góðum stað(harðplasta boxinu) DVD er bara ÖRþunn filma varin með plasti sem rispast og minnkar qualityið á playbackinu af disknum(allur sóknarhraði og það allt minnkar með fleiri rispum)
DVD upptaka, Vhs hefur enn þann kost að vera með defalt rec takka, líma yfir sealið (ef það er brotið), skella henni í, stilla rásina rétt og taka upp, til að geta tekið upp DVD er A)dýrt, B)tímafrekt, c)Bæði.
Widescreen er PAIN ef maður er með A) lítið sjónvarp, B) ekki widescreen sjónvarp C) bæði, ég er með lítið 21“ (united) tæki og að horfa á widescreen í því er Pain, ég skil vel þá sem vilja ekkert með widescreen að gera, en að horfa á widescreen mynd í WIDESCREEN Sjónvarpi er annar handleggur, það er ekki hægt að bera saman Pan&Scan og Widescreen í venjulegu sjónvarpi og P&S og widescreen í widescreen sjónvarpi, besti kosturinn er náttúrulega að vera með Widescreen mynd OG Widescreen sjónvarp. reyndar koma sumar DVD myndir á bæði formöttum, bara snúa disknum við.
Gæða munur á VHS og DVD, ég veit að það er stór munur á gæðum en normal maður tekur ekki eftir honum, nema maður sé með eitthvað milljón króna súpet flat sjónvarp með kristalskjá og þannig, einsog venjulegur maður finnur engan mun á Gull snúrum og Kopar snúrum í græjum, í mínu 21” sjónvarpi sé ég engan mun á DVD og VHS, (nema á mjög gömlum VHS myndum)
Video tæknin (ekki VHS, stórar kassettur) er að koma með stórt comeback skilst mér, ég veit ekki hvort þetta hefur áhrif á markaðinn en það er verið að þróa video kassettur með yfir 400GB plássi ef maður talar í tölvumálum, eða einsog 30+ DVD myndir, náttúrulega kysi ég að fá allt starwars, Godfather, Predator, buffy seriu 1 og Star Trek:TNG seriu 1 og Alien safnið á einni kassettu en að vera að dröslast með það á 27 DVD diskum. en til að það myndi hafa áhrif á kvikmynda iðnaðinn yrði að vera gott access á kassettuna, ekkert gaman að spóla yfir 27 myndir, sama hvað þær eru langar, og þá kemur nátturulega þetta með að þær afmást með mikilli notkun, en ég veit að CD diskar afmást með “mikilli” notkun og hef ég eyðilagt 2 diska með því, en ég veit ekki hvort það sé möguleiki með DVD en efast samt um það nema maður sé að sýna 5sec atriði 156x.
Það er EKKI hægt að bara segja hvort er betra DVD eða VHS, það eru margir factorar, upptaka, ending, gæði, tæki og svo framvegis, það væri einsog að segja hvort er betra PC eða MAC, Maccinn gerir margt betra en PC og PC gerir margt betra en Maccinn, það er bara smekksatriði hvort sé betra, einsog sumir elska Metallicu meðan aðrir elska Nelly (mér finnst báðir þessi tónlistarafreksmenn/bönd ekkert sérstakir, og þar sést hvernig smekkur manna er misjafn)
Þetta var svona það sem mér datt í hug, vonandi fannst ykkur þetta athyglisvert og vinsamlegast ekki grýta mig með úldnum ávöxtum