The Boondock Saints Ég veit ekki hvort það hefur komið grein um hana áður, en það ætti svo sem ekki að gera að sök…


Leikstjórinn er Troy Duffy og aðalhlutverkin fara með þeir Willem Dafoe (Platoon og Spiderman), Sean Patrick Flanery (Best men og Simply Irresistible), Norman Reedus (Gossip og Blade 2), David Della Rocco (man satt að segja ekki eftir neinni mynd í augnablikinu…) ásamt mörgum fleirum.

til að gera langa sögu stutta fjallar myndin um bræðurna Connor og Murphy MacManion (held ég að það sé skrifað) sem eru heittrúaði svo ekki sé meira sagt. Þeir verða fyrir einskonar “vitrun” frá guði og taka sig til við að drepa þá “vondu” í Boston (en þar búa þeir) s.b. mafíósum, melludólgum og öðrum sem þeir telja ekki eiga skilið að lifa ásamt einum vini sínum, Rocco.!

mér finnst hún mjög góð (þó svo að sumstaðar hafi hún fengið dóma sem yfirborðskennd showoff vella..) og fer Willem Dafoe á kostum eins og svo oft áður í hlutverki lögreglumannsins sem er að reyna að stoppa þá bræður.

Ekki nóg með að mér finnist söguþráðurinn nokkuð svalur og góðir leikarar og karakterar heldur er myndin rosalega flott tekin, sérstaklega þegar verið er að sýna “glæpina” framda! (þið skiljið hvað ég á við um leið og þið sjáið það ;) )

= góð mynd, alveg hreint þess virði að sjá!
***1/2 af ****
"