Undarleg tákn fara að byrtast á ökrum á víð og dreif um heimin. Fer það að vekja áhuga og óhug fólks. Út á þetta gengur myndin Signs. Ég verð nú bara að segja það að ég hef sjaldan farið í bíó þar sem svona mikil spenna var í salnum, maður fann alveg stressið og æsinginn í salnum. Myndinn byggir upp alveg rosalega spennu síðan kemur svona af og til “hrökk” atriði, og þá kippist salurinn við.

Mér fannst karkterarnir vera alveg rosalega kóðir og fannst mér Abigail Breslin, sem lék litlu stelpuna, vera alveg frábær. Myndatakan var alveg til fyrirmyndar og tónlistinn mjög góð enda var það hún sem að byggði upp spennuna.

Ef ég á að setja eitthvað út á myndina þá held ég að hún hefði verið skemmtilegri ef að það hefðu engar geimverur sést (láta hugmyndaflugið skapa þær) og síðan sleppt alveg síðasta bardaga atriðinu.

Í þessari mynd sá ég…
tvær geimverur, bróðir “home alone” dudesinns, þrjá álhatta, einn asmasjúkling, einn miðausturlending, engan svertingja og Dexters laboratory teiknimynd

Leikarar
Mel Gibson (Graham Hess)
Joaquin Phoenix (Merrill Hess)
Rory Culkin (Morgan Hess)
Abigail Breslin (Bo Hess)
Cherry Jones (Officer Caroline Paski)

Stjörnugjöf
***½

Setninginn
Ég myndi gefa henni fjórar stjörnur, en þar sem leikstjórinn (M. Night Shyamalan) er snillingur þá get ég ekki gefið honum fullt hús. Þar sem ég er nokk viss um að hann eigi eftir að gera annað meistaraverk og þá verð ég að geta gefið honum hærri einkunn