Leikstjóri: Marcus Adams.
Leikarar: Joe Absolom, Lara Belmont, Lukas Haas…etc.
Special FX: Dave Brown…etc.
Það kemur stundum fyrir að ég spyr sjálfan mig; “af hverju í andsk. er ég að þessu?” þegar ég er að horfa á hryllingsmynd. Eins og við vitum öll þá eiga hryllingsmyndir sína slæmu daga eins og allar aðrar myndir, en þær virðast alltaf vera fleiri í hryllingnum. Þessi kvikmynd er hryllingur í allri sinni mynd.
Nokkrir vinir koma saman, ákveða að fara í andarglas og vekja upp djöful frá helvíti. Þetta er svona plottið í stuttu máli sem þið sjáið öll að er ekki mjög kjötmikið… en aftur að söguþráðinum.
Vinirnir virðast hafa vakið upp Djinn (sem við ættum að kannast við úr annari nýlegri hryllingsmynd AHEMM! Wes Craven einhver?). Þessi Djinn er sem áður kom fram djöfull… og betra en það hann er elddjöfull! Smátt og smátt þá nær hann sér niðri á þeim sem vöktu hann upp…
Rísandi spenna sem er svo bara plat, tónlist sem minnir á lélegan skemmtistað… vondur kall sem við eigum að hlakka til að sjá, kannast einhver við þetta annar en ég? Þessi mynd er ekkert annað en gömul formúla sem því miður er aðeins of seint að koma með núna því það er búið að ofnota hana svolítið mikið. Bretarnir ættu að fara að fylgjast aðeins betur með því þessi mynd, þótt að hún kom víst út árið 2000 er aðeins of sein. Einn skemmtilegur púnktur er að makeið var frekar frumlegt á einum stað í myndinni þótt að Djinninn sjálfur hafi verið hálf sorglegur.
Ef þetta er nýja kynslóðin af hryllingsmyndum þá held ég að ég snúi mér að einhverju öðru… (bíð enn spenntur eftir Ring endurgerðinni og Ghost Ship).
* fyrir spennu í byrjun…