Michael Douglas Ég var einn af þeim sem þoldi ekki Michael Douglas einu sinni. Hann virðist samt vera að bæta sig ef eitthvað er með mörgum góðum myndum nýlega. Ég hef þess vegna breytt minni skoðun á manninum og er hálffarinn að fíla hann. Mitt álit hækkaði allavega talsvert þegar hann náði að krækja sér í Catherine Zeta Jones með einhverjum brögðum (gamli refurinn).

Leikarinn,framleiðandinn,leikstjórinn, Michael Kirk Douglas fæddist 25 september árið 1944. Faðir hans er leikarinn Kirk Douglas og var snemma ákveðið að taka Kirk nafnið úr nafni Michael´s og það stytt í einfaldlega Michael Douglas. Móðir hans heitir Diana Dill og hann á 3 bræður þá Joel,Peter og Eric Douglas.
Michael stundaði nám við háskóla í Kaliforniu og í New York. Hann byrjaði í kvikmyndabransanum sem aðstoðarleikstjóri í gömlum 1960´s myndum sem pabbi gamli lék í. Hann lék svo sjálfur í nokkrum sjónvarpsmyndum og leikstýrði nokkrum sjónvarpsþáttum. Það var svo árið 1975 að Douglas var aðalframleiðandi myndarinnar One Flew Over The Cuckoo´s Nest sem Milos Forman gerði með Jack Nicholson í aðalhlutverki. Myndin vann 5 óskarsverðlaun það árið þar á meðal besta myndin.

Nú var leiðin greið fyrir Michael sem hélt áfram að framleiða myndir, næst var það The China Syndrome en hann lék einnig í henni.
Hann lék sitt fyrsta aðalhlutverk í slappri grínmynd eftir Robert Zemeckis(Back to the future,Contact,What Lies Beneath) sem hét Romancing The Stone, þar byrjaði þríleikur þeirra Douglas,Danny Devito og Kathleen Turner. Hinar tvær voru The Jewel of the Nile sem var framhald af RTS og svo var það The War Of The Roses sem Devito leikstýrði sjálfur og er hún skárst af þessum þremur myndum.
Árið 1987 lék hann í tveimur myndum sem voru talsvert dekkri en hinar sem áður voru komnar. Fatal Attraction fjallaði um mann sem er ofsóttur af fyrrverandi ástkonu sinni þar lék Glenn Close á móti Douglas. Hin myndin var Oliver Stone myndin Wall Street þar sem Douglas lék harðan buisnessmann sem fer eftir því mottói “greed is good”. Á móti Douglas lék Charlie Sheen og Martin Sheen. Douglas fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverkið(Gordon Gekko). Hann hélt áfram á dökkum nótum í mynd Ridley Scott´s Black Rain sem fjallar um japönsku mafíuna(yakuza) og svo lék hann á móti Sharon“fucking”Stone í Basic Instinct sem Paul Verhoeven leikstýrði.

Árið 1988 stofnaði hann Stonebridge Entertainment sem var framleiðslufyrirtæki sem framleiddi myndir eins og Flatliners,Radio Flyer,Made in America,Rainmaker og Face Off.Douglas lék svo á eftirminnilegan hátt mann sem missir stjórn á skapi sínu í myndinni Falling Down eftir Joel Schumacher. Hann lék á móti Demi Moore í Disclosure. Myndin er byggð á metsölubók Michael Crichton´s og fjallar um mann sem verður fyrir kynferðislegri áreittni af yfirmanni sínum(Demi Moore). Douglas fór yfir í aðeins léttari hluti árið 1995 þegar hann lék forseta Bandaríkjanna í Rob Reiner myndinni The American President. Síðan fylgdu myndirnar The Ghost and the Darkness, sem hann framleiddi einnig og fjallaði um mannætuljón í Afríku. Þá kom að David Fincher myndinni The Game þar sem hann lék milljónamæring sem lendir í furðulegri atburðarás þegar hann samþykkir að taka þátt í leik einum. Næst kom frekar slöpp A Perfect Murder sem er endurgerð af gömlu Hitchcock-myndinni Dial M for Murder.

Það var svo árið 2000 að Douglas lék í tveimur gæðamyndum. Sú fyrri var Wonder Boys eftir Curtis Hanson(L.A. Confidential) sem fjallaði um rithöfund/prófessor sem er á villigötum í lífinu. Hin var meistaraverk Steven Soderbergh sem heitir Traffic og fjallar um eiturlyfjavandamál Bandaríkjanna frá öllum sjónahornum. Þetta var líka fyrsta myndin sem hann lék í ásamt nýbakaðri konu sinni Catherine Zeta Jones þótt þau væru í raun aldrei saman í atriði. Hann framleiddi svo og lék lítið hlutverk í óvæntri grínmynd sem heitir One Night at McCool´s árið 2001 ásamt því að leika í spennumyndinni Dont Say A Word sem ég hef ekki séð ennþá.

smá molar með:
*Douglas og Danny DeVito voru herbergisfélagar í háskóla
*Douglas var nefndur friðarsinni af sameinuðu þjóðunum þar sem hlutverk hans er að berjast fyrir afvopnun kjarnorkuvopna í heiminum og að vekja athygli á mannréttindabrotum
*Douglas er nr.74 á topp 100 vinsælustu leikarar heims frá upphafi
*Douglas er einn af tveim sem hafa fengið óskarsverðlaun fyrir bæði bestu myndina(One Flew..) og besti leikarinn(Gordon Gekko í Wall Street) hin maðurinn er Sir Laurence Olivier sem vann þau bæði í einu fyrir Hamlet(1948)

Laun:
Traffic (2000) $10,000,000 (USA)
Game, The (1997) $20,000,000
Perfect Murder, A (1998) $20,000,000

Bestu hlutverkin að mínu mati:
1.Gordon Gekko-Wall Street 2.William Foster/D-Fens-Falling Down 3.Remington-The Ghost and The Darkness 4.Nicholas Van Orton-The Game 5.Nick Curran-Basic Instinct

-cactuz