Enn ein topp tíu greinin. Topp tíu myndirnar mínar…..

Hér er listinn minn og hvers vegna ég valdi þessar myndir.

Shawshank Redemption.
Leikstjóri: Frank Darabont
Upprunalega smásaga eftir Stephen King (Rita Hayworth And Shawshank Redemption)

Af öllum myndum sem ég hef horft á er ég búinn að horfa oftast á þessa. Númer tvö á topp 250 listanum á IMDb og á það fyllilega skilið. Ástæðan fyrir því að ég set hana í fyrsta sæti er sú að þessi mynd eldist ekki, ég get alltaf horft á hana og í hvert skipti sem ég sé hana þá kemur hún mér á óvart á einn eða annan hátt.
Besta drama mynd allra tíma og þú lesandi góður veist það. Lestu bara gagnrýnina á IMDb og þá ættirðu að vera sannfærður.

Fight Club.
Leikstjóri: David Fincher
Upprunalega bók eftir Chuck Palahniuk.

Að horfa á Fight Club er eins og að fá blauta tusku í andlitið. Brad Pitt er frábær í hlutverki Tylers Durden , stjórnlausum náunga sem býr í rotnuðu húsi og býr sér til atvinnu með því að búa til og selja sápu. Og Edward Norton einnig sem trendy nörd sem þjáist af svefnleysi og er háður stuðningshópum til þess að láta sér líða betur. Frábært hrátt lúkk á myndinni og handritið hrein og bein snilld.

Donnie Darko.
Leikstýrð og skrifuð af Richard Kelly.

Þegar ég sá þessa mynd þá hafði ég enga hugmynd um hvað ég var að fara útí. En aldrei áður hef ég verið eins niðursokkin í mynd á ævinni. Hún hélt mér frá byrjun til enda á brún sætisins. Allt fellur svo vel saman í þessari frábæra nútíma kvikmynda verki, handritið er vel skrifað leikur og leikstjórn góð að sama skapi, tónlistin er mjög hnitmiðuð og atburðarrásin grípandi.
Skemmtilega óvenjuleg mynd.

American Beauty.
Leikstjóri: Sam Mendes
Skrifuð af Alan Ball.

Yndislegt hvað myndir geta komið manni á óvart. Kevin Spacey er með betri leikurum samtímans. “Caroline Burnham: ah, Whose car is that out front. Lester Burnham: Mine. 1970 Pontiac Firebird. The car I always wanted and now I have it. I Rule!”
Nuff said.
ps. það sagði einhver um daginn hérna á huga eitt sem mér fannst algjör snilld: Atriðið sem Lester fattar hvað lífið hans er gott og þá er hann skotinn. vá hvað það er brilliant.

Pulp Fiction:
Leikstjóri: Quentin Tarantino
Quentin Tarantino og Roger Avary skrifuðu sögurnar

Mynd númer tvö af þeim myndum sem ég hef horft oftast á. Það vita allir hvað þessi mynd er góð og af hverju, góð leikstjórn, leikur, atburðarrás, handrit og tónlistin, hún er best.
Ég er einn af þeim sem finnst skemmtilegra að horfa á þessa mynd en að þiggja blowjob.

Silence Of The Lambs.
Leikstýrð af Jonathan Demme.
byggð á bók eftir Thomas Harris.

Plakatið fyrir þessa mynd er eitt af þeim bestu sem ég hef séð. Þessi mynd er stútfull af atriðum sem grafa sig djúpt í minni áhorfandans. Dæmi: þegar Clarice Starling gengur að klefa Hannibals og Anthony Hopkins stendur uppréttur með mesta geðveikis svip sem hægt er að finna á þessari jörð. Þegar Hannibal rís upp á röndina í sjúkrabílnum og rífur af sér andlit Jim Pembry af sér. Þessa er hægt að horfa á aftur og aftur.

Lock, Stock and Two Smoking Barrels.
Leikstýrð og Skrifuð af Guy Ritchie

Ótrúlega fyndin og skemmtileg mynd um fjóra “glæpamenn” sem eltast eru á höttunum eftir stóru fúlgunni. Þetta er ein best skrifaða saga sem ég hef séð. Mjög hraðskreið mynd með frábæru leikaraliði og sögu sem er pottþétt skemmtun og sendir þig í rússíbanaferð sem verður seint gleymd. Snilld.


Signs.
Leikstýrð og skrifuð af M. Night Shyamalan

Ég fór á forsýninguna áðan og vá þetta er ein mest spennandi mynd síðari ára. Þessi mynd er eins nálægt fullkomun og hægt er að mínu mati. Leikurinn er með þeim betri sem ég hef séð. Leikaravalið frábært. Mel Gibson er sannfærandi sem faðir og fyrrverandi prestur sem hefur misst trúna vegna ástvinamissirs. Joaquin Phoenix kemur sterkur inn með húmor og góðan leik. Hin ungu Rory Culkin og Abigail Breslin stela oftar en ekki senunni sem úrræða full og greind börn.
Signs er gríðarlega kröftug afþreying sem skilur mikið eftir sig. Signs er ein af bestu myndum ársins 2002


Sixth Sense.
Leikstýrð og skrifuð af M. Night Shyamalan

Sixth Sense er gríðarlega spennandi og mögnuð mynd. Leikurinn í henni er með þeim trúverðugasta sem ég hef séð. Haley Joel Osment er mjög sannfærandi í hlutverki hins ofsótta Cole. Leikur Bruce Willis batnaði til hins góða. Sixth Sense hefur sín andartök sem maður heldur að hjartað ætli að stökkva útúr brjóstkassanum. Ég fíla svoleiðis. Schnilld


Clerks.
Skrifuð og leikstýrð af Kevin Smith

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds. Samtölin í henni eru ótrúlega fyndin. Leikurinn er í meðallagi og flest varðandi myndatöku og hljóð er frekar slæmt, enda er þetta hrein og bein low budget mynd. En hún sannar að maður þarf ekki trilljónir til að búa til skemmtilega mynd.
Hér er eitt dæmi um einstaklega skemmtilegt atriði sem ég skrifa upp eftir minni. gæti innihaldið villur.

Randal: She was pretty young.
Dante. 22 just like us.
Randal:Embolism in a pool.
Dante: An embarrasing way to die.
Randal: You think that´s embarrasing. That´s nothing compared to what happened to my cousin Walther.
Dante: How did he die?
Randal: Ahh. He Broke his neck.
Dante: That´s embarrasing?
Randal: He broke his neck trying to suck his own dick.
Dante: shut the hell up.
Randal: Bible truth.
Dante: stop it.
Randal: I Swear.
Dante: Oh, my god.
Randal: Come on. Haven´t you ever tried to suck your own dick?
Dante: No!
Randal: Yeah Sure. You´re So repressed
Dante: Because I never tried to suck my own dick?
No, because you won´t admit to it. As if a guy´s a fucking pervert because he tries to go down on himself. You´re as curious as the rest of us, pal. You´ve tried it.
Dante: Who found him.
Randal: My cousin? My aunt found him. On his bed, his legs doubled over him self. Dick in his mouth. My aunt freaked out. It was a mess.
Dante: his dick was in his mouth
Randal: Balls Resting on his lips.
Dante He made it, huh.
Randal: Yeah, but at what a price.
Dante: I could never reach.
Randal: reach what?
Dante: You know..
Randal: What, your dick.
Dante: Yeah. like you said, you know. I guess everyone tries it, sooner or later.
Randal: I never tried it.
*silence*
Randal: fucking pervert.

Jæja takk fyrir lesturinn. Now´s your turn…. :-)

Tek fram að ég sótti mikið í IMDb við gerð greinarinnar.

ps. ég afsaka allar staðreynda og stafsetnigavillur. Takk