Yðar undirritaður var að koma úr Smáralindinni þar sem yðar undirritaður fór á Stuart Little 2 með litlu systur. Merkilegt nokk þá kom þessi mynd yðar undirrituðum á óvart.
Myndin snýst um litla mús sem telur vill vera fullgildur meðlimur Little Fjölskyldunnar en “móðir” hans ofverndar hann og gefur honum fáa sénsa til að sanna sig.
Einn dag, fyrir algera tilviljun (..eða svo heldur hann) bjargar hann ungum stelpufugl frá “Fálkanum” og verður hann afar hrifinn af henni. Einn dag, seinna meir, hverfur hún og telur hann að “Fálkinn” hafi stolið henni og leggur því af stað á eigin vegum til að bjarga henni frá honum. Þessi ferð hans leiðir bæði hann, kisa fjölskyldunnar og alla familíuna í ótrúlegustu ævintýri sem ógna bæði sambandi þeirra og lífi..
Þó þessi mynd sé barnamynd fyrst og fremst þá er ekki laust við nokkra fullorðinsbrandara, talsetningin er góð og skartar myndin ekki óþekktari leikurum en Michael J. Fox (Back to the Future I, II, III)sem talar fyrir sjálfan Stuart, Geena Davis (Long Kiss Goodnight, Beetlejuice, The Fly) sem leikur mömmu hans, Melanie griffith (Lolita, Mulholland falls) sem talar fyrir fuglastelpuna og james Woods (Any Given Sunday, Contact, The Virgin Suicides) sem talsetur Fálkann.
Allt í allt fynnst mér myndin mjög góð, alls ekki must að sjá hana í bíó, spóla eða DVD dugar mjög vel fyrir hana þessa. Góð yfir skál af poppi og glasi af kók með einhver-n/ja í fanginu.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?