Þar sem er ekki mikið líf á Kvikmyndir þessa dagana þannig að mér datt í hug að senda inn svona upptalningargrein þar sem allir geta sagt sína skoðun varðandi málefnið og talið upp sitt uppáhald.
Allir eiga sér uppáhaldsatriði í kvikmyndum. Hérna á eftir langar mig að telja upp mörg atriði sem mér eru mjög minnistæð úr fjölmörgum bíómyndum sem ég hef séð.
***Stór Spoiler í flestum atriðum***
Ekki í neinni sérstakri röð, nema það fyrsta.
* Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
- Þegar Boromir er að berjast við Orkana en á meðan er Uruk-Hai að skjóta hann niður með örvum. Þetta atriði er það magnaðasta sem ég hef séð og leikur Sean Bean þetta af mikilli snilld. Einnig þegar Aragorn drepur Lurtz og hleypur svo til Boromirs, allt þetta er argasta snilld!
* Terminator 2: Judgement Day
- Þegar T-800 lætur sig síga niður í eldkvikinuna. Alveg frábært atriði. Einnig er eitt besta kvikmyndaþemulag í gangi á meðan.
* Shawshank Redemption
- Þegar fangelsisstjórinn sér hvað Andy Dufrense hafði verið að dunda í þessi 20 ár meðan hann sat inni.
* The Godfather
- Þegar Don Corleone er skotinn niður á götunni.
* American Beauty
- Í endann þegar Lester Burnham áttar sig á því hversu frábært líf hann á.. og þá er hann skotinn.
* The Usual Suspects
- Í endann þegar lögreglumaðurinn uppgvötar hver þessi Keyser Söze er í rauninni.
* The Godfather, Part II
- Þegar Michael lokar á Kay.
* Minority Report
- Atriðið með Kóngulærnar.
* Taxi Driver
- Þegar Travis Bickle fær sig fullsaddan af skítnum í borginni og ákveður að taka aðeins til.
* Das Boot
- Þegar kafbáturinn er skotinn niður af óvinaflugvélum og kapteininn horfir á það sökkva meðan hann er sjálfur að deyja.
* Requiem for a Dream
- Að sjá allar persónurnar í endann og hvernig hafði orðið að þeim.
* Fight Club
- Þegar Jack uppgvötar lítið leyndarmál um félaga sinn, Tyler Durden.
* 2001: A Space Odyssey
- Þegar það var verið að slökkva á HAL.
* Se7en
- Allur endirinn eins og hann leggur sig.
* American History X
- Þegar Derek heldur utan um Danny, bróðir sinn, dáinn í blóði sínu eftir að hann hafði verið myrtur í endann.
* Braveheart
- “Freedom!”, þarf að segja meira?
* The Deer Hunter
- Þegar Nick deyr í endann eftir að hafa spilað rússneska rúllettu við besta vin sinn, Michael.
* Forrest Gump
- Þegar Forrest er að tala við Jenny, látna.
* Gladiator
- Eftir að Maximus deyr.
* Reservoir Dogs
- Þegar Steve Buscemi er að kvarta útaf nafinu sínu, Mr. Pink. Hrein snilld.
Svo eru auðvitað hellingur af fleiri atriðum sem maður man ekki eftir..
En hvað með ykkur?