Dr. Wai and the Scripture Without Words (1996) ég ákvað að senda sinnhvorann dóminn vegna lengdar þeirra beggja. vona að það komi ekki að sök.

Hin mynd gærdagsins var
Dr. Wai and the Scripture Without Words, Directors Cut (1996)
Leikstjóri Siu-Tung Ching
Aðalleikarar Jet Li (fist of legend guð, Shaolin Temple 1 og 2, Lethal Weapon 4….), Rosamund Kwan (hringir bjöllum?) og Takeshi Koneshiro.

“I love to be a piece of shit, if only a flower is willing to be placed on it”.
Þetta er aðeins ein af tugum stórkostlegra lína úr þýðingu þessaarar myndar. Ég náði í þessa spólu í James Böndum skipholti og fékk, að ég held, myndina talsetta á japönsku með kínverskum og enskum texta. Maðurinn sem gerði línuna “All your base are belong to us” virðist hafa fengið algerlega frjálsar hendur við þýðinguna á þessari, “oh how many food is here!”, “I come seeking toilet”, og fleiri og fleiri.

Söguþráður? Ja… hann er til staðar. Svona… inn á milli. Í stuttu máli leikur Jet Li rithöfund ævintýrasagna sem á í hjúskaparvandræðum. Þessi vandræði skila sér síðan, í ívið ýktara formi, inn í kungfu sögurnar sem hann skrifar um “The King of Adventurers” sem er einhverskonar Indiana Jones vs Wong Fei-Hung úr Once Upon A Time in China. En til marks um hve samhengislausar margar senurnar voru þá má geta þess að það virtist vera búið að setja auka texta inn í myndina til að reyna að skýra út plottið (án árangurs).

Senurnar? Þær eru margar djöfulli flottar. Ekki jafn stórfenglega svalar og í mörgum öðrum Jet Li myndum, en maður stendur á öndunni yfir hvað allt er stórkostlega ýkt. Ég vil helst ekki skemmaa fyrir áhorfandanum dæmin, þar sem þau verða ívið fyndnar ef þú veist ekki af því, en meðal andstæðinga Jets eru tugir japanskra ninja (góðu gaurarnir eru alltaf kínverskir, vondu japanskir), 2 tregir súmómenn og einn djöfulli reiður KúngfúZombí.

Í allt? Þrátt fyrir það að það sé barasta ekki einn einasti Dr. Wai í allri myndinni, er Dr. Wai and the Scripture Without Words mikil snilld. Hún er rúmlega 70 mínútur af hröðum klippingum milli óskiljanlegs díalógs, dúndrandi kungfú sena og sykursæts ástaratriðis, og gerir sitt af krafti og gerir það vel.

Topp pikk fyrir alla aðdáendur alternative mynda sem og kung fu mynda og fyrir maxímum ánægju sækið þessa útgáfu sem ég fann á James Böndum, því textinn setur algerlega nýja mynd á allt :)!

Ráð Shings, aðstoðarmanns Jet Li's við ástarvandamálum Jet's í þýðingu einhvers snillings: “Appreciation is like eating an apple, not matter how tasty it is, you always have to shit it”. Eplinu er hent í eldri mann sem svarar að bragði “What a waste, has not even been bitted!”.

stjörnur? **** af fimm!