Martial Law (1990) Síðastliðið mánudagskveld stökk ég niðrá uppáhaldsleiguna mína og sótti mér tvær góðar spólur. 2 gamlar á tvöhundruðkall, gott tilboð og gott úrval af gömlum svo ég nýti mér þetta oft.
Var í stuði fyrir soldinn harðhausa kungfu hasar svo myndirnar sem urðu fyrir valinu voru
MARTIAL LAW og DR. WAI AND THE SCRIPTURE WITH NO WORDS.

MARTIAL LAW
1990
Leikstjóri Steve Cohen
Aðalhlutverk í höndum Chad McQueen, Cynthiu Rothrock og David Carradine.
Það er aaafaar líklegt að þú hafir séð þessa mynd í flettirekkanum, eða framhaldið Martial Law 2: undercover, en að detta í hug að horfa á hana…? Oh well.
Hennar tími var komin.
Ég var að vonast eftir svona einhverskona cheezy seventís karatesenum með pimpum og playerum, en þess í stað fær maður trukkalessuna Rothrock (í furðulitlu magni, blessunalega, miðað við að hún sé á koverinu) og dverg-Hasselhoffin Chad McQueen sýna stórfenglega kunnáttu sína í karate. Karate er ágæt íþrótt til síns brúks, en sjálfur held ég meira upp á kungfu í svona myndum, if you get my drift. Flottari senur einhvern veginn. Nóg var samt af eightýspimpunum.

Söguþráður?
Nú, David Carradine (stjarna Kung Fu þáttanna og besti leikari þessarar myndar) leikur ríkan glæpon sem rekur karatedojo. Bestu nemendur sína nýtir hann síðan í bílþjófnaði. Einn af þeim er síðan bróðir Chad McQueen, en Chad er sko lögga. Geðveikt harður gaur sem lemur eightýspimpa fram og tilbaka án þess að blikna auga, slær reyndar ansi oft vindhögg, en það kemur ekki að sök, pimparnir falla samt. En já, söguþráður… blablabla Chad kemst á slóð David Carradine, David drepur bróðurinn Chad gjörist reiður… held að allir fatti restina sjálfir.

Söguþráður skiptir nú yfirleitt minnstu máli í svona myndum, rétt eins og klámmyndum. Þú leigir ekki Jennumynd for the surprising plot twists. En hvernig eru senurnar? Cheezy. Chad McQueen er voða flinkur í karate, en bæði vegna skorts á hæð og smekkvísi á klæðnað fellur hann algerlega í skuggann á bæði Carradine og Rothrock. Allir slagir gerast á frekar mundane stöðum, börum og á bakvið hús.

En í allt? Þér leiðist ekki. Í það minnsta ekki mér. Stórskemmtilegur klæðnaður Chads fær mann til að þakka fyrir að hafa ekki verið karateunglingur á þessum tíma. En sá sem bjargar myndinni er David Carradine, hann er svo yndislega vondur vondur kall að maður heldur mun frekar með honum.
Stjörnur? **

Trivia í lokin, hin dvergvaxni karatekarl Chad McQueen er sonur goðsagnarinnar Steve McQueen. Svo virðist sem eplið hafi rúllað útí sjó í þessu tilviki…