Það er nú reyndar búið að skrifa um þessa mynd áður, en mig langar samt að skrifa svolítið um hana.
Það vildi nefninlega svo til að ég fór í bíó í gærkvöldi bara svona til að gera eitthvað.
Ég skellti mér á -Maður Eins Og Ég- þó að ég hefði ekki miklar vonir til myndarinnar. Kannski vegna þess að ég fílaði ekki alveg Íslenska Drauminn og fleiri nýlegar íslenskar myndir.

Mér fannst myndin frábær.
Hún kom mér líka á óvart því að ég man ekki eftir að hafa séð íslenska, rómantíska gamanmynd.
Hún fjallar aðallega um líf Júlla (leikinn af Jóni Gnarr) sem er eitthvað um þrítugt, einhleypur og vinnur hjá póstinum.
Og svo vin hans, Arnar (leikinn af Þorsteini Guðmundssyni) sem á í hjónabandsörðugleikum sem gaman er að fylgjast með í myndinni.
Svo er að Qi (leikin af Stephanie Che) kínversk kona sem Júlli fellur fyrir. Svo er það bara að fylgjast með gangi mála hjá þeim.

Ég hefði ekki séð fyrir mér Jón Gnarr í svona hlutverki en hann stendur sig frábærlega vel eins og í öllu sem hann kemur nálægt.
Þórhallur Guðmundsson kemur mér mjög skemmtilega á óvart með frábærum leik og á hann hrós skilið.
Nokkrir skemmtilegir smákarakterar eru á vappi eins og maður sem Júlli kynnist síðar í myndinni þegar hann fær vinnu í Keiluhöllinni. Að muna nöfn er ekki minn besti kostur en mig minnir að hann heiti Kiddi í myndinni. Og svo auðvitað faðir Júlla, leikinn af Sigga Sigurjóns.

Myndin er í senn nokkuð rómantísk, skemmtileg og mjög fyndin, og er ekki laust við svolítinn nördaskap sem kannski einkennir Jón Gnarr svolítið og gerir myndina enn betri. Líka svona svipaður húmor og í Íslenska Draumnum.
Tónlistin í myndinni finnst mér frábær og svoldið svona á köflum eins og sé verið að stíla þessar bandarísku myndir með svona týpískum drama atriðum og tónlistaratriðunum sérstaklega

Þið sem ekki eruð búin að sjá þessa verðið bókstaflega að kíkja. Eða eins og kaninn segir “you must see this one”
Þið sjáið sko ekki eftir 1000 kallinum á þessa. ef ekki ein besta íslenska mynd sem ég hef séð, allavega í langan langan tíma!

Takk fyir að mega deila þessu með ykkur..
bkv. Rectum