Á seinust tvemur dögum hef ég horft á tvær myndir, tvær góðar myndir. Reyndar eru þær mjög góðar og önnur þeirra er innan Topp 10 hjá mér.

Laugardagskvöldið þann 17. ágúst horfði ég á ´The man who wasn´t there´. Góð mynd í alla staði. Sagan var mjög góð, og allir leikarar léku sín hlutverk mjög vel. Kvikmyndatakan var líka eitthvað sem hægt er að tala um, mjög góð og fékk óskarstilnefningu. Myndin er öll svart-hvít og gerist…. einhverntímann. Kannski eitthvað í kringum 1920-1930? Sagan fjallar um mann sem að er rakari og lifir ósköp venjulegu lífi. En það gengur ekki allt upp hjá honum, nei, konan hans heldur fram hjá honum. Ég segi ekki meira um söguna en segi bara að sagan, og myndin líka, er mjög góð. Topp 10? Nei, ekki þessi. Topp 20 kannski.

Núna fyrir einhverjum klukkustundum þegar klukkan var að nálgast miðnætti þann 18. ágúst þá horfði ég á ´Requiem for a dream´. Þessi fór á Topp 10. Myndin fjallar um tvo vini, kærustu annars þeirra og móður þess sama. Vinirnir tveir og stelpan eru í dópi og snýst myndin hálf-partinn um það hve þörfin verður mikil hjá þeim þegar þau eiga erfitt með að nálgast \“stöffið\”. Móðirin fær símtal frá einhverri sjónvarpsstöð þar sem henni er sagt frá því að hún fái að koma í einn þátt stöðvarinnar. Ég segi nú ekki meira frá annað en það að hún byrjar að taka inn megrunarpillur og verður mjög fljótt \“hooked\”.
Tónlistin í ´Requiem´ er algjör snilld og veit ég varla hvernig á að lýsa henni, en hún hefur hálfgert sýrutripps \“feel\”. Þetta er mjög góð mynd sem að ég mæli eindregið með.


Ég biðst afsökunar ef einhverjar stafsetningarvillur eru hér að ofan en ég skrifaði þetta klukkan 04:30.