Maður eins og ég (2002) Einkunn: ***/****


Titill: Maður eins og ég

Framleiðsluár: 2002

Leikstjóri: Róbert Douglas

Aðalhlutverk: Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson, Stephanie Che, Siggi Sigurjónsson

Tegund myndar: Gamanmynd með rómantísku ívafi


Þegar ég fór á þessa mynd bjóst ég ekki við miklu, eða eins og kaninn segir “I didn´t Expect much” Þið fattið þetta ef þið sjáið myndina. ;)

En ég ákvað að fara þangað með góðu hugarfari, myndin byrjar og maður verður spenntur. Jú hún byrjar vel og er maður bara alveg mjög ánægður með þetta, en samt um tíma verður hún aðeins langdreginn.

Myndin fjallar um Hann Júlla sem er kvíðasjúklingur og lengsta samband sem hann hefur verið í var 3 mánuðir, Hann veit ekkert hvað hann vill gera í framtíðinni. Líf hans gerbreytist þegar hann hittir sérstaka konu sem á eftir hafa mikil áhrif á líf hans. Ég ætla nú ekki að vera að segja meira, vill ekki eyðileggja fyrir öllum.


Jón gnarr leikur af stakri snilld eins og vananlega ásamt þeim Stephanie Che, Sigga Sigurjóns og þorsteini Guðmundsson.

Ég mæli með því að allir fari á þessa skemmtilegu mynd.


Kveðja

Losi