Flestir kannast við að framhald er oftast eitthvað sem ætti ekki að vera gera. Stundum koma góð framhöld sem gera það gott. En stundum koma hræðileg framhöld með það eina markmið að græða peninga. En einu sinni kom framhald, The Godfather, Part II. Það var sko framhald í lagi. En að kalla það framhald er ekki alveg rétt, hún er bæði framhald og forhald (prequel) í einu. Hún gerist 10 árum seinna með Michael Corleone við völd og uppvaxtarár Don Vitos og leið hans til valda. Persónulega finnst mér prequelið skemmtilegra og er það líklega stórkostlegum leik Robert de Niros að þakka. En að horfa á Michael og sjá hvernig völdin hafa farið illa með hann er ekki síðra og gaman að horfa á.
Godfather II er jafngóð ef ekki betri mynd en fyrri myndin. Hreint frábær leikur Al Pacino og Robert de Niro myndi bæta upp hvaða galla sem er í myndinni. Hún er mjög löng, með þeim lengri myndum sem ég hef séð. Rúmlega (meira) þrír tímar en hún er samt ekki það lengi að líða, mörg atvik láta myndina fljúga áfram.
Michael Corleone er núna orðinn ‘doninn’ eins og hann var nýorðinn í The Godfather. Hann hefur alveg greinilega breyst og augnaráðið í honum er kaldara heldur en kaldasti vetur í Síberíu. Konan hans Kay er ennþá með honum er á barmi skilnaðar vegna hans og viðskiptamála hans. En eitt kvöldið þegar Michael og kona hans eru á leiðinni í rúmið þá er gerð árás á þau, skotið er úr vélbyssu inn í svefnherbergið þeirra. En sem betur fer komast þau bæði lífs af. En Michael er staðráðinn í að finna hver var á bakvið þetta. Um það er þessi hluti myndarinnar, hvernig Michael kemst að því hver er í rauninni svikarinn í fjölskyldunni.
Vito Andolini er aðeins 9 ára þegar faðir hans er myrtur fyrir móðgun gagnvart don Ciccio, doninum árið 1901 í Skililey. Bróðir hans sór þess að hefna föður síns og var hann þá líka myrtur. Móðir hans Vito leitar í örvæntingu sinni til don Ciccio og grátbiður hann um að þyrma lífi Vito’s. En það mistekst en nær Vito að flýja úr landi, til lands tækifæranna, Ameríku. Þar fær hann nafnið Vito Corleone og býr hann í Litlu-Ítaliu, hverfi í New York. Þegar hann er orðinn fullorðinn kynnist hann don Fanucci. Don Fanucci er ekki neinn don sem fólkið gefur ókeypis mat, heldur er hann don sem tekur ókeypis mat þegar hann vill. Hann rukkar alla í hverfinu þegar einhver græðir peninga. Hann veit nefnilega að það er enginn til að vernda þau. Vito Corleone er ekki alveg tilbúinn að sætta sig við þetta og ásamt góðum vinum sínum, m.a. Clemenza sem margir ættu að þekkja, þá tekur hann don Fanucci af lífi. Það er ekki hægt að segja að fólkið hafi haft neitt á móti því. Núna er Vito orðinn að don Corleone, þessi alvirti og elskaði maður sem allir í Litlu-Ítalíu vilja vera vinir hans.
Það sem mér þótt skemmtilegast við partinn sem sýnir seinni ár Michaels var hverig Michael var orðinn, kaldlyndur. Eitt atriði nær svo algerlega að sýna það fram hvernig hann er. Atriðið þegar hann er búinn að reka Kay burt og hún stendur í hurðargáttinni, Michael lokar hurðinni á hana. Þetta var svo kalt atriði að ég fékk hroll. Annað atriði, þegar Michael fékk að heyra að konan hans fór í fóstureyðingu. Það var sko hrein illska sem kom úr augunum á honum í því atriði. Fredo var samt maðurinn sem maður vorkenndi, mikill aumingji og hálfgerð grenjuskjóða. Svo þegar Michael lét drepa Fredo þá var maður farinn að efast um hvort þessi maður hafi vott af tilfinningum í sér. Mario Puzo og Francis Ford Coppola voru ósammála um dauða Fredo’s, Mario samþykkti með þeim skilyrðum að það yrði eftir dauða móður þeirra.
The Godfather, Part II fékk mikið betri tökur heldur en The Godfather. Allavega verðlaunalega séð. Hún vann sér inn 6 Óskarsverðlaun af 10. Robert de Niro tók heim sinn fyrsta Óskar í sinni annari stórmynd. Robert de Niro og þrír aðrir, þ.e. Benicio del Toro, Sophia Loren og Roberto Andolini, eru þeir einu sem hafa unnið óskarinn fyrir hlutverk sem er bara talað öðru tungumáli en ensku. De Niro æfði sig nokkuð vel fyrir hlutverkið, hann bjó á Sikiley í þónokkurn tíma. Hann Martin Scorsese var mjög æstur í að gera framhaldið, fyrst að The Godfather varð svona vinsæl en Paramount réð Francis Ford aftur til að gera myndina. Þið munið kannski eftir því að ég talaði um í fyrri greininni um að Marlon Brando væri öðruvísi leikari, hann er það og já, þrjóskur að auki. Litla flashback atriðið þegar öll, eða næstum öll, fjölskyldan situr við matarborðið með öllum persónunum, Sonny, Michael, Sally, Connie, Fredo og fl. Hvern vantar? Auðvitað vantar sjálfan don Vito Corleone. En auðvitað vildi hann Marlon Brando ekki koma fram í þessu, ekki þessu örstutta atriði. Ástæðan var sú að hann var í fýlu við Paramount vegna fyrstu viðbragða þeirra þegar átti að fara gera The Godfather.
Hvort þessi mynd hafi verið betri en fyrri myndin veit ég ekki. Margir eru á því máli að hún sé betri en aðrir ekki. En hún gefur allavega The Godfather ekki neitt eftir. Næsta mynd, The Godfather, Part III, varð mikil vonbrigði enda var búist við öðru framhaldi sem var jafngott ef ekki betra. Myndin náði ekki að uppfylla þær væntingar og var af mörgum talin alslæm mynd. En hún er það alls ekki, hún er mjög fín og ef maður miðar hana ekki við hinar tvær þá er hún mjög góð mynd. En hún er veiki hlekkurinn í Godfather seríunni og það mun alltaf há henni en hún er þó hluti af einni bestu kvikmyndaseríu sögunnar. Eitt er allavega öruggt, The Godfather II er eitt albesta framhald í en við bíðum samt spennt eftir Two Towers í vetur, ætli hún nái að gera það sama og The Godfather, Part II? Það kemur í ljós 18. desember.