Minority Report gerist árið 2045 og fjallar um stofnunina Pre-Crime sem dómsmálaráðuneytið stofnaði til þess að koma í veg fyrir morð áður en þau gerast. Þetta allt er aðeins hægt með hjálp frá þremum dáskyggnum sem eiga sér þann eiginleika að sjá morð fyrir tíma. John Anderton (Tom Cruise) er einn af þeim Pre-Crime löggum sem einn dag finnur út galla eða svokallaða Minority Report sem hver og ein dáskyggn á. Þegar John tekur eftir að hjá Agatha (Samantha Morton) sem er ein af þessum dáskyggnum sér morð sem átti að hafa gerst fyrir um sex árum eða áður en að Pre-Crime var stofnað fer hann að rannsaka málið betur. Þegar John verður svo ákærður fyrir svokallað Pre-murder þá byrjar myndin að verða spennandi og fer næstu tveir tímanir í það að rannsaka þetta skrítna morð og það morð sem hann á að framkvæma. Myndin er mjög góð og eru tæknibrellurnar frábærar. Ef þú hefur ekki en séð myndina þá drullaðu þér strax á hana.
Jákvætt: Góðir Leikarar, góð myndataka og spennandi.
Neikvætt: Alltof mikið af framtíðardrasli.
Einkunn: <b>89% af 100%</b>
Þessi grein er hægt að finna á www.snergurogdanni.com heimasíðu sikker og siddij.
kv. Sikker