Hugsanlega er góð hugmynd að fræða þá sem ekki vita hvað eða hverjir Monty Python eru svo…
Monty Python eru nokkrir enskir kallar með svolítið sérstakan en þó skemmtilegan aulahúmor! Aðallega eru það þó þeir Graham Chapman, John Cleese, Terry Gilliam, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin! Þeir sjá sjálfir um að semja handritin. Þeir hafa gefið út margar myndir og sjónvarpsþætti en skemmtilegustu myndirnar að mínu mati eru “The Holy Grail” og “The meaning of Life”!
The Holy Grail fjallar í grófum dráttum um Artúr konung og leit hans og riddara hringborðins af “hinum heilaga gral” (eins og það er þýtt!) Þeim “sir Lancelot, the brave”, “sir Galahan, the pure”, “sir Robin, quite not so brave as Lancelot and quite not as pure as sir Galahan” og “sir “not appearing in this film””! Á leið sinni þurfa þeir að berjast við skelfilegar drápskanínur, risastór teiknimyndaskrímsli, þóknast riddurunum sem segja “NÍ!” og svara þrem þaulerfiðum spurningum til að komast yfir brú dauðans ásamt svo mörgu öðru!! Allt til þess að komast að “The castle Aaaargh” þar sem “hinn heilagi gral” er víst geymdur!
Myndin var gerð árið 1974 og er með tæknibrellum svona álíka og í “Bad Taste” sem er náttúrulega bara meistaraverk! Hún er hlaðin húmor frá upphafi til enda, t.d. er mikið talað um svölur, bæði evrópskar og afrískar og flughraða þeirra, hvernig þekkja má nornir og oft koma litlar teiknimyndir inní kaflaskilum, sem eru vanalega ekki í neinu samhengi við myndina sjálfa! “Hestar” myndarinnar eru líka …. Sérstakir…. En ég ætla ekki að spilla því fyrir þeim sem stefna á að horfa á myndina! Þið munuð strax sjá hvað ég meina með “undarlegir hestar”.
Mín reynsla er að annaðhvort elskar folk þessar myndir eða hefur andstyggð á þeim, en þó einhver segi að þær séu leiðinlegar skuluð þið ekki afskrifa þær, því smekkur manna er misjafn! Ég mæli eindregið með þeim fyrir alla sem hafa gaman af því að hlæja! (sem ég ætla rétt að vona að séu flestir!)
Myndin fær 4 stjörnur af 5 mögulegum, ef tekið er mið af heimskulegum gamanmyndum!
"