Hérna fyrir neðan hef ég komið með þýðingu á mjög jákvæði gagnrýni um nýjustu mynd Vin Diesel’s, xXx. Hún virðist ætla fá fína dóma sem frábær hasarmynd og spennumynd. Enda hlaut að koma að því að Kanarnir myndu fara gera sína eigin James Bond mynd.
Eins og áður með Signs greinina þá fæ ég þetta allt frá <a href="http://www.comingsoon.net“>ComingSoon.net</a>.
Gagnrýnina má finna <a href=”http://www.comingsoon.net/reviews/xxx.php">hérna</a>.
–
Einkun = 8/10
Hópur fyrrverandi Sóvíethermanna hafa stofnað samtök sem kallast Anarchy 99 í Tjékoslóvakíu. Þau hafa eitthvað illt í huga. En á meðan hefur NSA (American National Security Agency) ekki hugmynd um hvað þau eru að gera og finna engan til að finna nánar um það.
NSA njósnarinn Gibbons (Samuel L. Jackson) fær þá hugmynd að ráða smákrimma til að leysa ráðgátuna um Anarchy 99. Hann ákveður að leita til Xander Cage (Vin Diesel), adrenalínsfíliks. Með því að hóta honum lífstíðarfangesli þá neyðir hann Cage til að taka að sér verkefnið. Sem betur fer þá virðst Cage vera fæddur fyrir þetta. Hann nær fljótlega að safna upplýsingum um Anarchy 99. En í stað þess að hætta, þá ákveður hann að grafa aðeins dýpra í þessi samtök og ætlar að finna út hvað þau eru í rauninni að bralla. Það sem adrenalínfíkilinn uppgvötar gæti ógnað lífi milljóna manna og hans ákvarðanir og hæfileikar eru spurning um líf og dauða.
– Það sem virkaði –
Framleiðendur xXx hafa tekið hina útkeyrðu James Bond formúluna og með miklum árangri breytt henni fyrir nýja áhorfendur. Þetta er sýnt í allra fyrsta atriðinu þegar vörður er neyddur í hausaslagskúbb í Prag. Þar stendur hann eins og aumingji og er skotinn og drepinn. Þetta er frekar táknrænt um hvað myndin er að reyna gera. Hún hefur öll grunnatriði úr Bond mynd eins og flottar staðsetningar, ómöguleg áhættuatriði, flotta bíla, tæki og fallegar konur. En öllu þessu er blandað saman með öfgaíþróttum, nútíma tónlist og miklum hrokagikkjum. Að lokum, þá er þetta skemmtilegra heldur en nýjustu James Bond myndirnar.
Ef þú ert aðdáandi hasarmynda þá muntu elska þessa mynd! xXx er full af rosalegum atriðum eins og ótrúlegan eltingarleik á Kólumbískri eiturlyfjaverksmiðju, eltingarleik á fjalli á milli Diesel og nokkra snjósleða í snjóflóði og svo byssubardaga í kastala. Annað sniðugt atriði er með Diesel og Argento, þegar þau elta hvort annað á flóttabát. Þau reynda að stöðva bátana á meðan þeir lásu leiðbeiningarbæklingana sem lýstu öllum nýjustu græjunum í bílunum. Ekki var það aðeins fyndið heldur bætti það við mikilli spennu í eltingarleikinn.
Vin Diesel er alltaf samur við sig. Þetta hlutverk var samt sniðið fyrir hann. Þótt þessi leiðindaframkoma hans hafi pirrað mig, þá fór það persónunni Cage mjög vel. Samuel L. Jackson er lélegur sem NSA njósnarinn Gibbons en eins og áður þá er það framkoman sem gerir hann skemmtilegan í myndinni. Asia Argento er einnig fín sem fyrsta Bond stúlkan… uhh.. X stúlkan. Hún er bæði hörð og sexí á sama tíma og meira en jafningi fyrir Diesel.
Staðsetningarnar eru svalar og tónlistin skrýtin blanda af Tjekoslóvakísku þungarokki, danstónlist og jafnvel óperu. Þetta kemur allt saman og gefur myndinni heillandi tilfinningu. Einnig þótti mér endaatriðið með þeim vönduðustu tæknibrellum sem ég hef séð. Þú munt líklega vilja sitja kyrr og horfa lengur. Þegar litið er á heildina er þetta mjög skemmtileg upplifun og frábær poppkornsmynd.
– Það sem virkaði ekki –
Ég veit að þetta mun hljóma dáldið gamaldags, en hérna kemur það. Í fyrsta lagi þá fannst mér ekkert gaman af þessu þungarokki. Mér líkar vanalega ekki þegar gítarinn er settur á hæsta styrk meðan einhver gaur öskrar úr sér raddböndin meðan hann ‘syngur’. Svona er helmingurinn af lögunum. Mér líkaði þó vel við restina af lögunum.
Mér fannst hljóðið vera tjúnað dáldið of hátt. Ég vissi að það myndi vera vandamál strax í byrjununni þegar maður henti öðrum í gegnum hurð, það sprengdi næstum á mér heyrnahimnuna. Komið með eyrnahlífar.
Að lokum, þá eru nokkur atriði í myndinni þar sem myndin virðist vera grátbiðja markhópinn um viðurkenningu. Cage rennir sér á móti öldungarráðsmanni fyrir að reyna banna snjóbretti, tölvuleiki og tónlist. Það er svo prédikunarlegt að það er fyndið. Þá erum við minnt á að Cage elskar snjóbretti og hann hefur lært að skjóta úr byssum með því að vera í tölvuleikjum. Þetta virðist vera svo örvæntingarfullt að vera reyna tengjast unglingunum að það sér ekki að það er óþarfi. Þeir munu samt halda að þetta sér bara svalt.
Lokaorð mín eru að xXx er skemmtilegt hasarævintýri og flott tegund af nýjum hasarmyndum. Ég hlakka til að sjá hvað þeir munu gera í framhaldinu.
-
Ég get bara ekki beðið eftir þessari mynd núna eftir þetta.
xXx verður frumsýnd á Íslandi 13. september.