Það er að koma ný mynd frá leikstjóranum Martin Campbell sem hefur í gegnum árin fært okkur myndir eins og THE MASK OF ZORRO og GOLDENEYE.Þessi ræma fjallar um einhvern fjallgöngugarp sem lendir í því að systir hans festis uppi á K2(háu fjalli).Og skipuleggur leiðangur til að endurheimta systur sína frá fjallinu en það gengur ekki vel.Meðal leikanda eru Chris O'Donnell,Bill Paxton,Scott Glenn,Izabella Scorupco,Robin Tunney og fleiri.Þessi mynd á víst að vera eitthvað CLIFFHANGER kommbakkog verður örugglega bölvað kjaftæði.En maður verður að halda í vonina.

Eitt að lokum,sá gagnrýnandi sem sagði að BRINGING OUT THE DEAD væri eitt langt MTV tónlistarvideo og að Martin Scorsese ætti þetta ekki til ætti að sjá MEAN STREETS frá 1973.

KURSK