Attack of the Clones DVD diskurinn Tveggja diska Episode II diskurinn verður fáanlegur í bæði fullscreen og anamorphic widescreen.
Á báðum útgáfunum verður meira en 6 klst af aukaefni.

Diskur 1 mun bjóða uppá Dolby 5.1 EX hljóðrás, lýsing frá leikstjóra/handritshöfundi George Lucas í fullri lengd, einnig verður lýsing frá framleiðanda Rick McCallum, hljóðhönnuði Ben Burtt, Industrial Light + Magic leikstjóra teikningar Rob Coleman og ILM yfirmenn tækibrella Pablo Helman, John Knoll og Ben Show.

Seinni diskurinn er hlaðinn aukaefni. Eins og með Episode I diskinn þá sneri tæknibrelluliðið aftur til að bæta við hinum óviðjafnanlegu tæknibrellum í eyddum senum og smellti þeim á diskinn. Annað aukaefni er td. þrír heimildarþættir, sýnishorn, 12 sjónvarpsauglýsingar, grínþátturinn “R2-D2: Beneath the Dome”, kynning og lýsing á tæknibrellum, myndagalllerí, tónlistarmyndband með laginu ‘Across the Stars’ eftir John Williams og margt margt fleira.

Fyrir þá sem geta ekki nýtt sér DVD tæknina verða að láta sér VHS útgáfuna duga. Þetta mun vera einhver Special Edition VHS sem inniheldur sex eyddum senum og ‘Star Wars: Connections’ heimildarþátt kynntan af R2-D2 og C-3PO. Þar eru þeir að skýra Star Wars söguna fyrir nýjum Star Wars aðdáendum.

Varðandi fyrstu Star Wars seríuna á DVD þá segir George Lucas að þær komi ekki út fyrr en eftir að Episode III kemur á DVD.

Miðað við gengið í dag á DVD diskurinn að kosta u.þ.b. 2500 kr ($29.98) og VHS spólan u.þ.b. 2200 kr ($24.98).

Útgáfudagur er 12. nóvember fyrir bæði DVD og VHS.

Fyrir þá sem langar að sjá coverið í fullri stærð er hægt að finna það <a href="http://www.dvdshrine.com/upload/starwars_epii_ws.jpg">hérna</a>.