Mig langaði, bara svona til að fá tilbreytininguna, skrifa lista yfir kynþokkafyllstu atriði kvikmyndanna að mínu mati.
Ég náttla er að gleyma helling, en þau sem ég man eftir núna í augnablikinu er m.a.
Entrapment: Atriðið þar sem Kata Zeta er að skríða undir rauða girnið sem þau voru búin að strengja út um allt (þegar hún var að æfa sig) og Sean Connery fylgist með…. Grrr…. ég elska þetta atriði!
Pretty Woman: Ég held að uppáhalds uppáhalds atriðið mitt sé í myndinni pretty woman, Þegar Richard Gere var búinn að vera að spila á píanóið og Julia kom niður á baðsloppnum. Richard bað þjónana á hótelinu um að fara fram og lyftir svo Juliu upp á píanóið og fór að leika við hana… mmmmmmm…. endalaust sexy!
An officer and a gentleman: Sko kannski er ég bara með eitthvað “thing” fyrir Richard Gere.. en ég er pottþétt með eitthvað “thing” fyrir mönnum í einkennisbúning… og sérstaklega þá sjóliða-hernmanna-flughersbúining… úff…. ég hélt ekki vatni í þeim atriðum sem Richard var í einkennisbúningnum sínum…
Loser: Lokaatriðið með kossinum… oh… það er eitthvað við það sem bara snýr öllu við í maganum á mér… og ég veit ekki hvað mig langar að gera! ;)
En eins og ég segi, það eru örugglega þúsund atriði sem ég er að gleyma… en endilega ef þið munið eftir einhverjum… bætið við hjá mér; hvað er kynþokkafyllsta atriðið í bíómyndum að ykkar mati?
Kveðja kvkhamlet