Um daginn ætluðum ég og tveir vinir mínir, sem svona by the way eru báðir karlkyns, að taka mynd! En annar þeirra vildi taka Legally Blonde en hinn vildi taka Hearts in Atlantis…! Ég las aftaná báðar myndirnar (þurfti þess reyndar ekki með Legally Blonde.. vissi svona sirka um hvað hún var..!) og sá standa skýrt og greinilega að “Hearts in Atlantis er hugljúf mynd..” og fannst því mjög undarlegt að vinur minn vildi sjá hana.. svo þar sem ég borgaði fékk ég að velja og valdi Hearts in atlantis! (langaði að prófa að horfa á mjög hugljúfa mynd með vinum mínum…. ;þ) og vá ég sé ekki eftir því!
þessi mynd er, ef þið vitið það ekki nú þegar, byggð á bók Stephen King! Hún fjallar um strák sem að býr einn með mömmu sinni en pabbi hans er dáinn. Einn daginn flytur inn á efri hæðina sérkennilegur maður að nafni Ted og strákurinn og hann verða mjög góðir vinir.. Ted ræður strákinn í að lesa úr blöðum fyrir sig og horfa eftir ummerkjum um “válegu mennina” eða “the woe men” og strákurinn tók því auðvitað sem gríni…! en þegar á líður kemur í ljós að það var það kannski ekki…
eníhú.. ég vil ekki vera að skemma þetta fyrir fólki ef það er ekki búið að sjá hana en ég mæli eindregið með þessari mynd! gef henni 7 stjörnur af 5 mögulegum ;)
"