Jason Voorhees, Michael Meyers og Freddy Krueger eru líklega með frægustu hryllingsmynda morðingjum frá upphafi, enda hafa þeir full réttindi til þess því að myndirnar þeirra standa fyrir sínu (langoftast allavega) sama hve gamlar þær eru og hafa því full réttindi til að teljast klassískar.
En nú hafa byrjað að koma það sem ég kalla neo-slasherar, þar sem styrkleikar Jasons, Michaels og annara er gefinn einhverjum aumingjum út í bæ vegna þess að þeir eru geðveikir, en það sem hefur gleymst er að þeir eiga engan bakgrunn annað en Jason, Michael og Freddy.
Jason drukknaði þegar hann var lítill, reis upp frá dauðum til að sjá mömmu sína hálfshöggna og var síðan drepinn 4 árum seinna (nokkrum vikum samkvæmt myndunum) og 2 árum seinna (6-8 árum samkvæmt myndunum) var líkið steykt með eldingum og Jason kom aftur stærri og sterkari enn nokkru sinni sem er sá tími sem mér finnst Jason verða almennilegur Jason.
Michael var sendur á geiðveikra hæli þegar hann var litill og var genabreyttur þar (fyrir alla Michael aðdáendur: Halloween Resurrection var frumsýnd 12 júlí ;) ), síðan öðlaðist Freddy líkt og Jason sína krafta eftir dauðann.
Núna eru hálfvitar að hlaupa um með grímur og öðlast þannig krafta frumkvöðlana, Wes Craven og Steve Carpender ég er viss um að þið eruð fínir gaurar enn stundum langar mig að búta ykkur í kubba. Sem betur fer er John Carpenter enn að gera góða hluti (stundum, ekki oft, næstum aldrei, kannski í 1% tilvika). Man annars einhver hvað Neo-Slasher morðingjarnir heita?