Afmæli Nú á uppáhalds leikarinn minn afmæli í dag, það er engin annar en Harrison Ford og hann er orðin sextugur, guð blessi þennan mann. Þrátt fyrir háan aldur er hann samt með töggur í sér og hann er meira en tilbúin að gera aðra Indiana Jones mynd. Harrison Ford fæddist í Chicago, 13 júlí 1942 og liðin eru 60 ár síðan, (ekki neitt stórt stærðfræðidæmi en þó útreikningur) en samt hann lætur eins og sé 35, það er að segja: tilbúinn í ALLT, ekki bara leika heldur bjarga fólki á þyrlunni sinni. Já, Hollywood á marga hrausta kalla en Harrison Ford slær þá alla út og ég veit að hann mun standa sig í næstkomandi myndum. Næsta mynd sem hann er í er “K-19 The Widowmaker” og hún kemur 6 september til Íslands. Áætlað er að Indiana Jones 4 komi út árið 2005 samkvæmt upplýsingum frá Lucasinnum sjálfum og þá mun Fordinn vera 63 ára. Ennþá er Harrison Ford mesti sjarmurinn í Hollywood og það mun ekki breytast fyrr en hann verður 89 ára.

Til Hamingju með Afmælið Harrison Ford, 3X húrra.