Ég var að fá alveg hreint skelfilegan tölvupóst frá Filmundi!
Svo virðist sem að nýjir eigendur hafi tekið við stjórn Háskólabíós og þar af leiðandi Filmundi. Hvort þetta merkir að Filmundur verði lagður niður algjörlega er ekki víst (amk. kemur það ekki fram í e-mailnum) en, eins og Guðmund Ásgeirsson segir: “Framtíðin er óljós og ekki lengur í okkar höndum.”
Þið sem eruð í Filmundi hafið án efa fengið þennan email, svo það er tilgangslaust fyrir mig að birta hann í heild sinni hér - en ég er niðurbrotinn!
Ég minnist með tár í augum þeirra stunda sem ég hef eytt með Filmundi… Blade Runner … Picnic at Hanging Rock … The Virgin Suicides … Les Diaboliques … og svo margar aðrar gæðamyndir … oh! þetta er hryllilegt!