Ég fór um daginn á nýjustu mynd Hugh Grant, About a Boy, og bjóst við alls engu þegar ég settist í frekar skítugt bíósætið. Ræman byrjaði að rúlla og þar sást frekar hallærislegur strákur svona sirka 10 ára. Svo sá ég líka konuna sem lék Muriel í Muriel's wedding en hún er akkúrrat mamma stráksins, sem ég man ekki hvað heitir. Allavegana er Grant iðjuleisingi og lifir á lagi sem pabbi hans samdi á sínum tíma og var svona “one hit wonder” og hann lifir bara asskoti vel, á flotta íbúð og Audi TT. Þeir sem sáu High Fidelity, sem er eftir sama höfund, Nick Hornby, og urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum eins og ég hljóta að hugsa sig tvisvar um áður en þeir borga áttahundruðkall inn á þessa mynd. En í alvörunni hún er svo þess virði, væri jafnvel 1600 kallsvirði ef útíþað er farið. Þessi mynd er svo ótrúlega alltöðruvísi en High Fidelity að það er næstum fyndið að maður ætti að trúa því að þær séu eftir sama kallinn, en það er nú víst staðreyndin.
Allavegana fjallar myndin um þennar ríka piparsvein (Grant) sem er orðinn 38 ára og það eina sem hann geriri er að pikka upp stelpur og fara með þær heim, honum líkar lífernið að sjálfsögðu mjög vel. En svo kynnist hann þessum strák (þessum 10 ára) eftir að hafa farið á fund fyrir einstæða foreldra, en hann fór þangað eftir að hann uppgötvaði hversu dýrlegar einstæðar mæður eru í rúminu. Hann kynnist þessum strák eins og áður sagði en þessi strákur er sonur grænmetisætuhippamömmu (konan úr Muriels Wedding) og hann er klæddur í stíl við það. Allavegana þá er strákurinn lagður í einelti í skólanum og persónan hans Grants reynir að hjálpa honum, en í raun allt til að komast uppá vinkonu mömmu hans. En svo þróast hlutirnir og hann kynnist konu (þetta fer að verða svolítið flókið) en konan er leikin af Rachel Weisz sem lék í Pear Harbour. Og hann og konan verða rosahappí og svo endar myndin á frekar óvæntan og skemmtilegan hátt.
Allavegana þá er ég búin að segja frá söguþræði myndarinnar í mjög stórum dráttum. Þó þetta virðist vera frekar þurr mynd þá er hún það alls ekki, öll smáatriðin og stóruatriðin sem ég sleppti gera hana að frábærri skemmtun og það kemur rosalega á óvart að sjá Hugh Grant skila hlutverki sínu svona ótrúlega vel frá sér. Og ekki er konan úr Muriel's Wedding neitt verri og ég verð að segja að hún hafi komið mér mest á óvart.

Þessi mynd er algjört möst að sjá, hvort sem maður fílar Hugh Grant, enskan húmor eða Nick Hornby eða ekki. Algjör skylda að sjá þessa mynd!
Þessi mynd verður að fá 4* af 5* mögulegum, kannski bara 4,5* af 5*
Takk fyrir mig!
Skynsemi er fyrir þá heimsku.