Hrollvekjur á tíunda áratugnum hafa mikið einkennst af því að gömlu gotnesku hryllingssögurnar hafa verið kvikmyndaðar að nýju allt öðruvísi en það hafði áður verið gert.Þar má nefna myndir eins og Bram Stoker´s Dracula(Francis Ford Coppola 1992)
Mary Shelley´s Frankenstein(Kenneth Branagh 1994) og Mary Reilly(Stephen Frears 1996)sem sagði sögu Jekyll og Hyde séð frá sjónarhorni þjónustustúlkunnar.einnig hafa verið gerðar nokkrar grínmyndir og þar nefni ég Dracula dead and Loving it(Mel Brooks 1995) og Dr.Jekyll & Ms.Hyde(David Price 1995)
Sú síðarnefnda er ein áhugaverðasta (grín)útfærsla áhinni frægu skáldsögu eftir Robert Louis Stevenson The Strange case of Dr.Jekyll and Mr.Hyde(1886).
Myndin segir frá Ilmvatnshönnuðinum Dr.Richard Jacks(leikinn af Tim daly) sem þráir það heitast af öllu að verða Frægur vísindamaður sem hjálpar mannkyniu eins og Dr. Jekyll og að vera hamingjusamlega giftur unnustu sinni Söru (Lysette Anthony).
Líf hans tekur hins vegar snögga breytingu þegar hann erfir frá langafa sínum Dr.Henry Jacks bækur Þar sem stendur allt um tilraunir hans.Þá kemst Richard að því að raun hét langafi hans Henry Jekyll og Richard þar með með sama eftirnafn.Vegna þessara merku uppgötvunnar um raunverulegt ætterni sitt ákveður hann að prófa drykkinn sem langafi hans hafði fundið upp.Eftir að hann hefur tekið inn efnið hrífur það ekki eins á richard og það gerði á Henry Því Righard breytist í illt kvendi nokkurskonar femme fatale.Konan sú ákveður að kalla sig Helen Hyde(Sean Young)og ætlar sér stóra hluti.Hún eyðileggur ástarlíf Richards starfferil hans og eignar sér Ilmvatnsfyrirtækið sem hann vinnur í.En eins og í öllum ævintýrum er allt gott sem endar vel.
Stjörnu gjöf: *** 1/2
Aðrar myndir byggðar á sögu Stevenson eru:
Der Januskofp(1920)
þessi mynd er eftir snillinginn F.W. Murnau sem er þekktasyur fyrir listaverkið Nosferatu. Der Januskofp er talin vera glötuð en til eru bútar úr muyndinni sem sýna atriðið þegar Jekyll breytist í Hyde.(þekktust fyrir að vera fyrsta myndin sem Bela Lugosi lék í.
Dr. Jekyll and Mr. Hyde(1932)
Án efa ein besta hrollvekja sögunnar.Fredriech March vann óskarinn fyrir hlutverk jekyll og Hyde og átti þau svo sannarlega skilið
Daughter of Dr.Jekyll (1937)
Framhald af 1932 myndinniog fjallar um það þegar dóttir jekylls býr til samskonar drykk sprautar sig með því og breytist í vampýru.
Abbot & Costelo meet Jekyll & Hyde (1947)
Rosa rosa lega fyndin og með Boris Karloff það segira llt sem segja þarf
The two faces of dr.Jekyll(1961)
Mynd úr smiðju Hammer sem fékk afar slæmar viðtökur á sínum tíma en þykir nú vera ein besta hammer myndin.Christopher Leeleikur Hyde betur en ég hef nokkurn tíma séð.
Dr. Jekyll & sister Hyde(1969)
Framhald af Two faces of…. sem fékk enn verriviðtökur en fyrri myndin(Það mátil gamans geta ða bandaríski titill myndarinnar Jekyll inferno).
Mary reilly(1996)
(lítið ofar)
Myndin byggir á skáldsögu eftir Valerie Martin og skartaði Júliu Roberts í hlutverk Mary og John Malkovich í hlutverki jekyll og Hyde.
Good night sleep tight
and don´t let the bad bugs bite !