Leikstjóri: Ben Stiller
Handrit: Ben Stiller, Drake Sather.
Aðalhlutverk: Ben Stiller,Owen Wilson,Christine Taylor,Will Ferrel,Jerry Stiller.
Þessi mynd er sannarlega algjör steypa, sem er í rauninni allt í lagi. Ben Stiller er hrikalega fyndinn á köflum í þessari mynd en ég var samt ekki alveg að hlæja að sumum heimskubröndurum. Í myndinni er mikið gefið í skyn að karlkynsmódel séu heimsk, þó ég viti nú ekki hvort það sé satt eður ei, en mér þætti það frekar líklegt. Fyrir þá sem hafa séð hana og vita hvað ég er að tala um, þá veltist ég uppúr hlátri þegar rifist var um “Earth to” brandarana.
Söguþráðurinn er náttúrulega bara rugl enda fyrir rugl mynd. Mugatu (Will Ferrel) tískukóngur þarf að drepa leiðtoga Malasíu svo tískuiðnaðurinn geti nýtt sér það ódýra vinnuafl í Malasíu sem lætur hönnuðina hagnast sem mest. Derek Zoolander (Ben Stiller) er það heimskur að Mugatu og félagar hafa ákveðið að nýta sér heimsku hans og heilaþvo hann. Þá er Derek “forritaður” til að drepa leiðtoga Malasíu á tískusýningu sem honum var boðið á. Allt endar þó vel að lokum og vinum hans, Hansel (Owen Wilson) og Matildu Jeffries (Christine Taylor) tekst að koma í veg fyrir ætlunarverk Mugatu's. Derek Zoolander verður ástfanginn af Matildu og þau eignast lítinn dreng. Derek lét draum sinn rætast um að byggja skóla fyrir börn sem geta ekki lesið vel (á ensku, “School for kids that can't read very good and want to do other great things too”.
Myndin var fín afreying og margt mjög fyndið, þó ég hefði nú búist meiri hlátri. **/**** - 2/4
Crucio
sæll