Unfaithful(2002)


-Leikstjóri: Adrian Lyne
-Aðalhlutverk: Richard Gere, Diane Lane, Olivier Martinez og
Erik Per Sullivan(Dewy úr Malcom in the Middle)
-Handritshöfundar: William Broyles Jr., Susannah Grant

Ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast þegar ég fór inn í Lúxus sal Smárabíós kl. 22:00 í gærkveldi til þess að sjá mynd með Richard Gere í aðalhlutverki. Hann leikið nokkrum fínum myndum en síðustu misseri hefur hann fært sig nær rómantísku gamanmyndunum.

Þessi mynd fjallar í stuttu máli um konu(Diane Lane) sem býr ásamt eiginmanni sínum(Richard Gere) og strák(Erik Per Sullivan) í fínu húsi í úthverfi NY. Það er ekki að sjá annað en hnni líði vel þangað til hún rekst á, í bókstaflegri merkingu, franskættaðan bókasölu mann. Hún meiðir sig við áreksturinn og hann býður henni upp í íbúð til þess að hún geti gert að sárum sínum. Eftir þessa heimsókn gefur hann henni bók. Það er upphaf ástarævintýris milli þeirra og fjallar myndimn í raun um ástarsambandið og hvort eiginmaðurinn komist að því eður ei.

Þessi mynd nær sér aldrei á flug og í raun er eins og leikstjórinn viti ekki alveg hvort hann vilji hafa hana dramantíska, erótíska eða bara rómantíska. Ég fékk aldrei neina samúð með leikurunum og það vantaði fannst mér alla spennu. Hún fær þó kredit út á atriði sem gerist seint í myndini og er frekar “brútal”.

Það besta við þessa bíóferð var að það var karl sem sat í sömu sætaröð og ég og snökt frekar mikið seinnipart myndarinnar og þegar myndin var búin var hann ekki seinn að flýta sér út enda ekki skemmtilegt að vera eini bíógesturinn á myndinni sem var rauður í kringum augun. Ég viðurkenni það alveg að ég hefi fellt tár á myndum bæði í bíói og eins í sjónvarpinu en þessi mynd bauð hreinlega ekki upp á það.

Ein stjarna
Ekki 800kr virði en það er reyndar önnur Richard Gere mynd á leiðinni og bíð ég spenntur eftir henni. Hún heitir The Mothman Prophecies og kemur í bíó 19.júlí.