Aðalleikarar: Wesley Snipes, Linda Fiorentino og Oliver Platt

Leikstjórn og handrit: Kari Skogland

Jæja núna er Snæps kominn aftur og það í alveg hreint frábærri mynd eftir Kari Skogland sem ekkert sérstakt hefur gert en hérna rís hún upp og stendur með höfuð hátt.

Myndin gengur beysiklí út á það að það er maður sem vill fá sínu framgengt. Wesley(bara nefndur sem Joe)átti dóttur sem lét lífið eða var öllu heldur drepin þegar strákur í skólanum hennar skaut hana til bana í frímínutum. Joe Heldur þá konu eins tekjuhæsta vopnaframleiðanda vestan alpafjalla,Liberty Wallace(Linda Fiorentino),í nokkurskonar gíslingu. Hún er hlekkjuð við pylsuvagn sem inniheldur sprengju. Sprengjan er svo tengd þannig að ef slökknar á símanum hennar þá fer húsaröðin fjandans til. Einnig er elskhugi hennar í sama herbergi og sprengja sem springur ef hávaðinn í kring um hana verður of mikill. Og ekki er það búið. Joe er sjáflur uppi í glugga með hljóðdeyfðan leyniskyttu-riffil og er tilbúinn að skjóta á alla þá sem nálægt henni koma.

Einnig má geta þess að Victor Wallace, maður Liberty, er leikinn af snillingnum Oliver Platt.

Þau eru í stanslausu símasambandi og sér hún hann aldrei. Myndin geristá afmörkuðu svæði, í litlum garði milli húsaraða.Þessi mynd er mjög frumleg og vel leikstýrð, enda var Kari Skogland útnefnd ein af tíu athyglisverðustu leikstjórum Hollywood í dag af hinu virta tímariti The Hollywood Reporter.

Góð mynd sem ég mæli eindregið með.

****/*****
A