Dr. Strangelove: Meistaraverk Kubrick's Leikstjóri: Stanley Kubrick
Handrit: Stanley Kubrick, Terry Southern, Peter George, byggð á sögu eftir Peter George
Lengd: 93 mín
Framleiðendur: Stanley Kubrick
Tónlist: Laurie Johnson
Aðalhlutverk:
Peter Sellers, George C. Scott, James Earl Jones, Sterling Hayden, Keenan Wynn, Slim Pickens, Peter Bull

****

Sagt er að það á fyrsta degi sem forseti Bandaríkjanna hafi Ronald Reagan spurt hvar stríðs herbergið (war room) væri. Þegar honum var sagt að það væri ekkert svoleiðis herbergi sagði hann strax, jú, ég sá það í “Dr. Strangelove”! Sjúkdómurinn sem veldur því að fólk geti ekki stjórnað höndunum á sér(oftast eftir heilablóðfall eða annarskonar heilaskaða) er kallaður “Dr. Strangelove Syndrome” (Dr. Strangelove heilkenni). Atriðið þegar hinn hressi kúreki T.J. King Kong hoppar út úr flugvél með kjarnorkusprengju milli fótanna öskrandi “hee hoo” er einsog sturtu atriðið í Psycho, það hafa flestir séð það eða einhverskonar útgáfu af því, þó að þau hafi aldrei heyrt um kvikmyndina “Dr. Strangelove”. En hún er eitt meistaraverk kvikmyndasögunnar og að mínu mati besta myndin sem Stanley Kubrick gerði!

“Dr. Strangelove”, sem heitir reyndar fullu nafni “Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb” segir frá hershöfðingjanum Jack D. Ripper (Sterling Hayden) sem ákvað einn daginn að kommarnir í Sovétríkjunum hafi lifað nógu lengi. Án samþykkis frá yfirvöldum skipar hann öllum sínum herflaugum að sprengja upp Sovétríkin með kjarnorkusprengjum. Hann einn veit lykilinn sem getur látið flaugarnar snúa við og það er í höndum Lionel Mandrake (Peter Sellers) að fá kóðann en það eina sem hann fær er langar ræður um að kommarnir séu að menga hina dýrmætu líkamlegu vökva og óbeinan reyk frá stóra vindlinum hans.

Á meðan er forsetinn Muffley (Peter Sellers) og aðstoðarmenn hans, þar á meðal General ‘Buck’ Turgidson (George C. Scott), Dr. Strangelove (Peter Sellers) og svo sendiherra Sovétríkjanna Sadesky (Peter Bull), á fullu í stríðs herberginu. Muffley reynir að útskýra fyrir forseta Sovétríkjanna, Dimitri, að tugir kjarnorkusprengja séu á leiðinni til hans. Þeir taka þessu reyndar nokkuð vel en viðurkenna það að þeir hafi smíðað dómsdags vopn sem fer á stað sjálfkrafa og er ekki hægt að slökkva á.

Kubrick hafði gert nokkur drög að handritinu fyrir “Dr. Strangelove”. Hann hafði byggt þau á bókinni “Red Alert” eftir Peter George, sem var spennu tryllir. Kubrick hafði ætlað sér að gera svipaða kvikmynd en þegar hann fór að hugsa málið þá voru nokkuð mörg atriði fyndin og að myndin yrði kannski sterkari ef hún væri satíra en ekki bara venjuleg spennumynd. Hann fékk Terry Southern til að vinna handritið með og saman gerðu þeir handritið fyndnara, til dæmis með að bæta við einni persónu og breyta nokkrum nöfnum; Turgidson, Kissoff, Guano, DeSadesky, and Merkin Muffley.

Peter Sellers fer með leiksigur í myndinni, hann var tilnefndur til óskars en tapaði fyrir Rex Harrison (My Fair Lady). Sellers leikur þrjú stór hlutverk, stöðvarstjórann Lionel Mandrake, forsetann Merkin Muffley og titilhlutverkið Dr. Strangelove. Strangelove(hét áður Merkwurdigliebe en breytti því) er fyrrum nasista vísindamaður, vopnaður hjólastól, þýskum hreim, einum svörtum hanska og vinstri hendi sem hefur sinn eigin vilja, hún reynir að hylla Hitler við hvert tækifæri og taka Strangelove í kverktaki. Sellers hafði reyndar átt að leika fjögur hlutverk, Mandrake, Muffley, Strangelove og T.J., flugmanninn hressa sem skellti sér með kjarnorkusprengjunni. En Sellers náði aldrei að fullkomna Texas hreiminn sem persónan hafði svo hann var ekki nógu ánægður, þannig að þegar hann fótbraut sig var strax annar leikari fundinn, kúrekinn Slim Pickens varð fyrir valinu. Kubrick sagði honum ekki hverskyns myndin var heldur lét hann Pickens leika hlutverkið alvarlega einsog hann væri að leika í drama mynd, útkoman varð mjög skemmtileg.

Það eru margir aðrir góðir leikarar; George C. Scott er frábær sem Turgidson, hálf barnalegi hershöfðinginn sem sér allstaðar komma samsæri allstaðar, fer í fýlu þegar hann er skammaður, finnst að tíu til tuttugu milljónir bandarískra fórnarlamba (í mesta lagi!) sé viðunandi og óskar þess heitast að bandaríkin ættu líka dómsdags vopn einsog rússarnir! James Earl Jones, í sínu fyrsta hlutverki, Sterling Hayden, Keenan Wynn, Peter Bull og fleiri.

DVD:
Ég mæli með Collectors Edition(r2)/Special Edition(r1). Á þeim diskum er myndin í mjög góðum gæðum, bæði hljóð og mynd, taka verður auðvitað með í dæminu að hún er svarthvít og um 40 ára gömul. Á báðum diskunum er mjög gott aukaefni; 14 mínútna heimildarmynd sem kallast ‘The Art of Stanley Kubrick: From Short Films to Strangelove”, þar er talað um ferill hans áður en hann snúði sér að kvikmyndunum, 45 mínútna heimildarmynd, “Inside the Making of Dr. Strangelove”. Sú mynd er mjög skemmtileg og fróðleg. Það er talað við þá sem komu við gerð myndarinnar, James Earl Jones og þá fáu sem voru enn lifandi árið 2000. Þar er talað um ýmis skondinn atriði sem gerðust við tökur myndarinnar, t.d. þegar þau flugu yfir Ísland og voru stoppuð af bandaríska herliðinu því þau voru talinn þýsk(Strangelove var skrifað með stórum stöfum á flugvélina). Það er líka mjög skemmtilegt myndband þar sem Peter Sellers og George C. Scott tala í síma um myndina. Að auki eru þrír trailerar, einn fyrir Strangelove og tveir fyrir Fail-Save(svipuð mynd sem kom út á sama tíma) og Anatomy of a Murder(ekki spyrja).

Lionel Mandrake: Colonel… that Coca-Cola machine. I want you to shoot the lock off it. There may be some change in there.
Guano: That's private property.
Lionel Mandrake: Colonel! Can you possibly imagine what is going to happen to you, your frame, outlook, way of life, and everything, when they learn that you have obstructed a telephone call to the President of the United States? Can you imagine?! Shoot it off! Shoot! With a gun! That's what the bullets are for, you twit!!
Guano: Okay. I'm gonna get your money for ya. But if you don't get the President of the United States on that phone, you know what's gonna happen to you?
Lionel Mandrake: What?!
Guano: You're gonna have to answer to the Coca-Cola company.

sbs : 23/06/2002