Long Time Dead (2002) Long Time Dead (2002)



Já, það er gaman að fara í andaglas!

Breskar myndir falla oftast undir tvo flokka, hugaðar dramatískar myndir(The Crying Game ‘92, The Killing Fields ‘84), og sérkennilegar grínmyndir(Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb ’64, Monty Python and the Holy Grail ’75). En stundum kemur einhver og reynir að breyta hefðinni. Að þessu sinni Marcus Adams, í sinni fyrstu kvikmynd, Long Time Dead hefur hann ákveðið að stæla Hollywood hrollvekjur á borð við Urban Legend og I know what you did last summer, sem eru reyndar sjálfar að stæla Scream sem var að stæla Halloween, Nightmare on Elm Street og svo framvegis.

Sagan er einföld. 8 mann vinahópur skellir sér útá lífið eitt kvöldið, dans, eiturlyf og svo framvegis. Þegar þau eru öll búin að dansa nóg og taka inn alsælu pillurnar sínar þá skella þau sér í myrkvað herbergi til að fara í andaglas. Áður en þau vita af er einhver komin til þeirra, ‘djinn’ andi sem segir þeim að þau eigi öll eftir að deyja. Sem á reyndar við um alla en í þessu tilviki á hann við fljótt og örugglega. Þau æpa öll og hlaupa um á meðan hann stendur viði það sem hann sagði. Restin af myndinni gengur síðan þannig, allir deyja á einhvern nýjan og ófrumlegan hátt, stundum kemur ‘búú’ atriði sem eru flest tekin úr öðrum betri myndum og auðvitað fylgir ótrúlega léleg kvikmyndataka sem er einhverskonar blanda á milli Fight Club og The Blair Witch Project!

Allt sem kemur þessari mynd við er lélegt. Handritið, sem sjö manns taka heiðurinn af, er hræðilegt. Það sem vellur uppúr leikurunum er oftast svo kjánalegt að það þau virðast vera að búa það til jafnóðum. Ef atriðið er ekki léleg útgáfa af atriði úr gamalli Wes Craven(þá helst Shocker) mynd er það bara lélegt og ófrumlegt. Það fengu allir nóg af þessum djinn verum úr Wishmaster kvikmyndunum, þar var hann alla veganna í flottum búning. Eitt af því sem vantar í flestar slasher kvikmyndir er góð persónusköpun. Ég er ekki að biðja um neitt sérstakt en þegar manni er alveg sama um örlög fórnarlamba morðingjanna þá nennir maður þessu ekki. Í Wes Craven myndunum A Nightmare on Elm Street, Shocker, Scream og fleirum hélt ég með góða fólkinu en hérna vildi ég bara að andinn drifi þetta af svo ég gæti farið heim. Hvernig fór Marcus að því að stæla Craven myndir svona mikið án þess að taka eftir þessu?

Æjá, gleymdi því næstum því. Eitt atriðið gerist í geðveikrar hæli. Eitt fórnarlambið er að tala við föður sinn sem er sjúklingur þar. Takið eftir því að kvikmyndatakan í þessu atriði er nákvæmlega eins og Michael Mann tók upp atriðin í Manhunter þegar Hannibal Lecter og Will Graham töluðu saman.

Marcus Adams virðist ekki hafa neina hæfileika í kvikmyndagerð. Einsog ég nefndi hérna fyrir ofan er töku stílinn hans léleg blanda af Fight Club og The Blair Witch Project. Það er aldrei neinn hrollvekju fílingur, aðeins óp, blóð og fullt af fólki með ótrúlega ýktan og pirrandi breskan hreim.


sbs : 18.06.2002