Jæja þriðji hluti væntanlegra mynda er kominn ,hérna er ég að taka fyrir spennumyndir (action) og ýmislegar aðrar undirstefnur.
Bounty Killer
Leikarar : Christian Slater (ekki vitað um fleiri)
Leikstjóri : Jonathan Hensleigh (fyrsta mynd)
Um hvað er myndinn : Ofbeldishneigður mannaveiðari (Slater) kemur í smábæ til að ná í verðlaun og er á meðan ráðinn af ungri konu til að hjálpa samfélaginu,
sem leiðir hann til þess að skoða fortíð sína og ráðgátur hennar (?)
Úútgáfudagur : 2003
The fast and the furious 2
Leikarar : Paul Walker , Tyrese , Ja Rule (enginn af öðrum leikurum fyrir utan Paul Walker hafa skráð sig í þessa)
Leikstjóri : John Singleton (Shaft , Rosewood , Boys n the hood)
Um hvað er myndinn :
Brian O´Conner (Walker) er orðinn atvinnulaus eftir atburði síðustu myndar en er gefið tæki færi á að komast aftur til starfa hjá lögreglunni ef hann
tekur að sér “undercover” verkefni í Miami og koma sér í heim götu kappaksturs í þar á Bæ (Tyrese hefur svipað hlutverk og Vin Diesel í fyrri myndinni)
Útgáfudagur : Sumarið 2003 (líklega beint á vidíó)
Spawn 2 : Dark Justice
Leikarar : Micheal Jai White (enginn annar hefur verið staðfestur)
Leikstjóri : óvitað
Um hvað er myndinn : Aðal persónur þessarar myndar verða Sam & Twitch (lögreglumenn sem sáust í einu lokaatriði mynd nr1) og rannsóknar þeirra á
fjöldamorðingja sem herjar á “Rat city” (Rat City eru skuggasund new york borgar). Spawn mun einungis vera hálfgerður “boogeyman” í þessari ,
og morðinginn verður einnig einhver svona boogeyman úr þjóðsögum í bandaríkjunum (þessi á að reyna að ná upp svipuðu andrúmslofti og Seven).
Útgáfudagur : óvitað (átti að koma út sumarið 2002 ,en það er ekki byrjað að taka hana upp einu sinni (rewrites and rewritten again)
Under Siege 3
Leikarar : Steven Seagal (ekki vitað um fleiri)
Leikstjóri : Andrew Davis
Um hvað er myndinn :
Það er bara ekkert vitað um hvað þessi á að fjalla um ,fyrsta myndinn gerðist á skipi ,nr 2 gerðist í lest ,ætli þessi verði ekki um borð í flugvél.
Útgáfudagur : 2004
Duke Nukem
Leikarar : The rock (ekki búinn að skrifa undir og ekki vitað um fleiri)
Leikstjóri : ekki búið að tilkynna það
Um hvað er myndinn :
Hættulegt geimskip er á leið til jarðar , einn maður Duke Nukem er sendur um borð í skipið til að koma í veg fyrir að geimverurnar nái ekki að eyða jörðinni
með aðeins byssur ,hugrekki og takmarkað af skotfærum ,nær Duke að drepa þær allar og bjarga mannkyninu ?.
Útgáfudagur : óvitað (þarf víst að byrja að taka hana upp fyrst)
The Goonies 2
Leikarar : Sean Astin (Michael “Mikey” Walsh), Josh Brolin (Brandon “Brand” Walsh), Jeff Cohen (Lawrence “Chunk” Cohen),
Corey Feldman (Clark “Mouth” Devereaux), Kerri Green (Andrea “Andy” Carmichael),
Martha Plimpton (Stefanie “Stef” Steinbrenner), Jonathan Ke Quan (Richard “Data” Wang)
Það er líklegt að Joe Pantoliano og Robert Davi myndu koma aftur sem Francis and Jake Fratelli.
Leikararnir sem léku Mama Fratelli (Anne Ramsey) and “Sloth” Fratelli (John Matuszak) eru bæði látinn
Leikstjóri : Richard Donner (hann hefur reyndar gefið í skyn að ef þetta verður bara “straight to video” þá mun hann ekki taka þátt í þessu)
Um hvað er myndinn :
Ný ráðgáta skýtur upp kollinum ,þannig að Mikey (Astin) kemur öllum hinum krökkunum (sem eru öll á tvítugs-þrítugsaldrinum )
saman að nýju og þau koma sér af stað (ekki mikið vitað um þetta)
Útgáfudagur : óvitað
Generation Ship
Leikarar : óvitað
Leikstjóri : Rob Bowman (í viðræðum)
Um hvað er myndinn :
Eftir þúsund ár þá eru leyfarnar af mannkyninu að ferðast um á risastóru geimskipi ,leitandi að nýjum heimkynnum.
Skipið er samansett úr mörg hundruð lífhvolfum, hvert þeirra endurspeglar menningu á jörðinni.
Vandamálið er að íbúar skipsins hafa gleymt því að þau eru á geimskipi eftir að hafa verið í geimnum allan þennan tíma.
Einn maður kemst að leyndarmálinu ,en það er annað vandamál ,skipið er á beinni leið á ókortlagða stjörnu og flugmennirnir löngu látnir.
Hvernig sannfærir maður hundruð menninga að þau séu á geimskipi og að þau munu deyja ef þau gera ekkert í því ?
Útgáfudagur : óvitað
Flestar þessari mynda eru í vinnslu núna en allt mun þetta koma út fyrr eða síðar.
Coming up next on hugi.is/kvikmyndir HORROR