Eftir að hafa spurt fyrir um hvað fólk finnst vera hryllingsmynd og lesið svör ykkar hugara við greinum mínum ákvað ég að fjalla aðeins um þetta.
Ertu þú kannski einn/ein af þeim sem fílar í botn að láta þér bregða yfir góðri mynd og ferð svo heim með það í huga að þetta var hryllingsmynd?
Afhverju kallar þú myndina hryllingsmynd?
…af því að þér brá þegar þú horfðir á hana?
…eða kannski af því að það sást blóð í henni?
Þið ykkar sem svöruðu já við einhverju af þessu eruð á villigötum. Það eru sérstakir hlutir sem einkenna hryllingsmyndir og sumt af því vill oft blandast við venjulega spennumynd… en má þá kalla það hryllingsmynd?
Algengasti misskilningur á þessu eru spennumyndir sem að innihalda þetta og eru þá allt í einu titlaðar sem hryllingsmyndir. Gott dæmi um þetta er ágætis spennumynd sem Wes Craven kom með og kom hún því miður af stað runu af leiðinlegum eftirhermum sem náði gjörsamlega botninum með myndum sem heita Cherry Falls og Valentine. Þessi mynd heitir Scream og var svosem ágæt.
Margir hugsa þá núna “afhverju eru þær ekki hryllingsmyndir en Friday The 13th er hryllingsmynd?!?”.
Það er frekar einfallt svar við þessu; málið er bara að Friday The 13th og t.d. Halloween geyma aðeins meira en nokkur stungusár, þær geyma ósvikið gore og ekki bara það heldur er Slasher stemmning yfir þeim, sem því miður vantar í þessar nýju.
Eina sem að svona myndir ganga útá nú til dags eru að láta ykkur bregða en ósviknar hryllingsmyndir eru til þess að annað hvort hræða ykkur eða láta ykkur líða ílla.
Það hafa fáar góðar hryllingsmyndir komið út síðustu 10 árin. Event Horizon og The Others eru með þeim bestu… fyrir utan náttúrulega The Ring og In The Mouth of Madness sem eru bestu dæmi um hryllingsmynd síðari ára.
13 Ghosts, endurgerðin af gömlu myndinni var frekar misheppnuð, aðeins einn draugur í myndinni sem var eitthvað spooky og ef þeir geta bara ná einum af þrettán rétt þá er þetta frekar glatað.
Smá dæmi um munin á því sem fólk kallar hryllingsmyndir í dag og það sem ER alvöru hryllingsmynd;
Scream; hmm ekki mikið hér sem er hryllingsmyndalegt… ójá smá blóð og manni bregður öðru hvoru.
The Evil Dead; spooky sound FX, spooky staður, lélegir leikarar(að frátöldum Bruce Campbell), alvöru stemning og mikið gore.
Sjáiði muninn?
Nokkrar myndir sem fólk kallar hryllingsmyndir en eru það EKKI:
Cherry Falls
Scream
I Know What You Did Last Summer
Valentine
Seven
Ekki ruglast á þessu og fara svo að tala um “bestu hryllingsmynd sem ég hef séð”…