Speed Hver man ekki eftir stórsmellinum Speed sem sló svo óvænt í gegn árið 1994? Frábær spennumynd sem hristi vel upp í bíóáhorfendum. Myndin skartar stjörnum eins og Keanu Reeves, Söndru Bullock (sem urðu stórstjörnur eftir þessa mynd) og hinum sígilda Dennis Hopper. Speed hefur verið líkt við Die Hard, “Die Hard on a Bus” hafa margir sagt enda er Speed spennu- og hasarmynd af bestu gerð. Hún kostaði ekki nema $30 milljónir í framleiðslu en halaði svo inn tæpum $300 milljónum og varð óvæntur smellur um allan heim. Speed er mynd sem heldur manni spenntum allan tímann. Framhald var gert árið ’97 en ömurlegum afleiðingum, ég ætla ekki einu sinni að tala um það hérna.

Speed fjallar um LAPD lögreglumanninn Jack Traven (Reeves) og hryðujuverkamanninn og sprengjusérfræðinginn Howard Payne (Hopper). Payne hefur komið fyrir sprengju í strætisvagni sem virkar þannig að ef vagninn fer hraðar en á 80 km/klst, þá verður sprengjan virk. En ef vagninn fer svo hægar en 80 km/klst.. þá springur hann ásamt öllum farþegunum.

Hann Keanu hefur aldrei þótt vera neinn skapgerðarleikari og var það alls ekki þarna. Hann passar samt ágætlega í hlutverkið sitt. Sandra Bullock er líklega ein sú hataðasta leikkona í heiminum en samt ein dáðasta, eftir því sem ég hef kynnst. Hún stendur sig bara vel sem Annie. Jeff Daniels leikur félaga Jacks og er alveg ágætur þar, lék síðan sama ár hálfvitann í Dumb & Dumber, Harry. Það er hinsvegar hann Dennis Hopper sem stelur senunni sem brjálæðingurinn Howard Payne, frábær karakter.

Það voru ekki margir sem voru sérstaklega spenntir fyrir þessari mynd en mörgum mikið frægari leikurum heldur en Keanu Reeves var boðið hlutverkið sem Jack Traven, þeir höfnuðu því allir. Þeir voru Johnny Depp, Tom Cruise, Tom Hanks, Stephen Baldwin og Bruce Willis. Halle Berry átti einnig að fá hlutverk Söndru sem Annie. Handritshöfendur myndarinnar skrifðuðu fyrst myndina sem að persónan sem Jeff Daniels lék, Harry, ætti að vera sprengjubrjálæðingurinn. En þá átti Ed Harris að leika Harry. Svo hugsuðu handritshöfendur að áhorfendur myndu ekki fíla þessa breytingu og héldu áfram að skrifa Harry sem góða kallinn.

Mikið af rútum var notað í myndinni (náttúrlega) en þær voru alls tólf. Meðal þeirra var ein notuð fyrir stökkatriðið, tvær voru notaðar til að sprengja þær, ein fyrir hraðaksturssenur og ein til að mynda bara undir henni. Atriðið með stökkinu fræga var tekið upp tvisvar. Í fyrra skiptið þótti rútan lenda of mjúklega. Þess má geta að það var ekkert gap í brúnni, það var bara gert í tölvu. Speed er byggð á japanskri bíómynd frá 1975 eftir einhvern Juyna Sato. Speed var valin meðal 100 mest spennandi bíómynda allra tíma, en hún lenti í 99. sæti.

Tónlistin passar mjög vel í myndina, eitt af því sem mér finnst best við hana. Speed var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna, engra alvarlegra verðlauna heldur tækniverðlauna. Hún vann fyrir Bestu hljóðklippinguna og Besta hljóðið, hún var tilnefnd fyrir Bestu klippinguna en vann ekki þar. Eftir 11. september var sjónvarpsútgáfunni breytt örlítið, en það er þegar Sandra Bullock segir “Did we blow up his country or something?”, sú setning var tekin út. Ótrúlegt hvað þessir kanar eru viðkvæmir fyrir öllu.

Þan 30. júlí kemur fullhlaðinn DVD diskur, tveggja diska útgáfa. Diskurinn verður troðfullur af allskonar aukaefnum, eyddum senum, heimildarþáttum og nánast öllu sem tengist Speed á nokkurn hátt, ég er þá að tala um R1 útgáfuna. Hægt er að skipta yfir á tvö önnur tungumál en ensku, þau eru spænska og franska. Leikstjórinn Jan De Bont, Graham Yost og Michael Gordon munu vera með commentary. Fimm nýjum senum hefur verið bætt inn í myndina, “Jack Shoots Payne in the Kneck”, “Payne lives/Cops’ Party”, “Annie’s Job”, After Helen’s Death” og “Ray’s Crime”. Heimildarþáttur um tökustaðsetningar, áhættuatriðin og tæknibrellur. Ljósmyndir og upprunalegt handrit. Heimildarþáttur um hasaratriðin þegar rútan stökk og endirinn með neðanjarðarlestina. Hægt verður að velja um mörg mismunandi sjónarhorn í nokkrum atriðum en það er Rútustökkið með 9 mismunandi sjónarhornum, Flugvélar- og rútusprengingin með 9 sjónarhornum, Bardaginn milli Jack og Payne með 4 sjónarhornum og að lokum Endalestaratriðið með 9 sjónarhornum. Viðtöl við alla aðaleikarana og leikstjórann. Sérstakur þáttur af HBO. Trailer og 11 sjónvarpsauglýsingar. Tónlistarmyndband með Billy Idol og margt margt fleira er á þessum disk.

Alger skyldueign fyrir alla kvikmyndaáhugamenn og DVD safnara.

***½