Dok Ock fundinn! Dok Ock fundinn! | 7.6.2002


Ætli hann verði ekki bara fínn?

Samkvæmt imdb.com er búið að ráða engan annan en Sam Neill til að leika Dr. Octopus/Dr. Otto Octavius í kvikmyndinni SPIDER-MAN 2 sem kemur út 7. maí 2004.

Ég skrifaði í greininni minni “Spider-Man framhöldin / Vondu karlarnir sem koma til greina” að Robin Williams væri líklegastur til þess að leika kolkrabba karlinn en mér datt í raun Sam Neill ekki í hug.

Smá um Dok Ock, einsog Peter Parker kallar hanna (tekið úr greininni):
Vísindamaðurinn Otto Octavius var eitt sinn mikilsmetinn kjarnorkufræðingur. Hann var pirraður á hve mannslíkaminn var takmarkaður svo hann byggði vél handleggi til að hjálpa honum við vinnuna í ransóknarstofunni en einn daginn varð slys í rannsóknarstofunni hans, hann varð fyrir miklum geislum og vélhandleggirnir festust á hann. Eftir það gat hann stjórnað þeim með fjarskynjun. En geislunin breitti huga vísindamannsins líka. Hann breittist úr vísindamanni í stórmennskubrjálæðing. Hann fór að kalla sig Dr. Octopus og stefndi á peninga og völd.

Sam Neill hefur sjaldan verið talinn ‘super star’, sem er reyndar aðalástæðan fyrir því að hann fékk hlutverk í JURASSIC PARK. En hann er nokkuð virtur leikari. Hann hefur leikið í myndum á borð við DEAD CALM (1989), THE HUNT FOR RED OCTOBER (1990) en hann datt í lukkupottinn árið 1993 þegar hann lék í bæði vinsælustu myndinni meðal áhorfanda(JURASSIC PARK) og meðal gagnrýnanda (THE PIANO). Síðan hefur hann leikið í misgóðum myndum Jurassic Park III (2001), Bicentennial Man (1999), Event Horizon (1997), Snow White: A Tale of Terror (1997), In the Mouth of Madness (1995), Jungle Book, The (1994), Sirens (1994).

Ég gæti allveg trúað því Neill karlinn gæti verið fínn, reyndar skil ég ekki alveg afhverju mér datt hann ekki í hug strax. Hann er fjölhæfur leikari og var svona vísindakarl í JURASSIC PARK og svo aftur vísindakarl en með geðveiluna og illskuna í EVENT HORIZON.

Það verður allavegana gaman að sjá þetta.

<a href="http://www.sbs.is/frett.asp?id=26">fréttin</a