Alien vs. Predator loksins að veruleika? Alien vs. Predator loksins að veruleika? | 7.6.2002


Ég get ekki sagt annað en að mér hlakki til.

Að sögn Harry Knowles í Ain't it Cool News mun framleiðandinn John Davis framleiða kvikmyndina ‘ALIEN vs. PREDATOR’ fyrir FOX. Sagan hefur víst verið ákveðinn en það á eftir að finna eitthvern til að skrifa handritið.

Ég er nokkuð viss um að fæstir viti hver John Davis er en hann er býsna þekktur framleiðandi í henni Hollywood. Hann hefur t.d. framleitt Doctor Dolittle (1998), Daylight (1996), Courage Under Fire (1996), Waterworld (1995), Richie Rich (1994), Grumpy Old Men (1993), The Firm (1993), Fortress (1993), Predator 2 (1990), Predator (1987) og fleiri.

Sagan sem ákveðinn hefur verin gengur út á 600 ára gamlan tækni sérfræðing sem heitir Gideon Lee, hann hefur náð þessum mikla aldri með tækni og leyndardómum sem hann fann í PREDATOR geimskipi sem hann fann, það hafði víst brotlent í Tibet fyrir mörgum öldum. En svo virðist sem að hann vilji meiri af tækni PREDATORANNA og þá ákveður hann að fá PREDATORA til jarðarinnar aftur. Hann nælir sér í ALIEN egg og ætlar að ala þær upp á einhverskonar lokuðu svæði, þar geta PREDATORARNIR komið og leikið sér að veiða ALIEN skrímslin, sér til skemmtunar. Á meðan PRETATORARNIR eru að veiða ætlar hann síðan að fara í geimskipin þeirra og fá meiri tækni. En ung fréttakona kemst að því sem hann er að gera og í staðinn fyrir að fara til yfirvalda ákveður hún bara að skella sér á svæðin. Auðvitað fer allt á annan enda.

Ég er búin að bíða LENGI eftir þessari kvikmynd. Tölvuleikurinn ALIEN vs. PREDATOR er einn af þeim fáum leikjum sem ég hef nennt að spila að einhverju ráði og ég held mikið upp á ALIEN(2 er best, 3 er verst) og PREDATOR myndirnar.

Það verður án efa gaman að sjá þetta en ég er samt hræddur um að þetta verði eitthvað JURASSIC PARK kópering.

<a href="http://www.sbs.is/frett.asp?id=25">Miku stærri útgáfa af myndinni</a