Psycho : *½ Psycho (1998)

Leikstjóri: Gus Van Sant
Handrit: Joseph Stefano, Robert Bloch (Bókin)
Lengd: 108 mín
Framleiðendur: Brian Grazer, Gus Van Sant
Aðalhlutverk: Vince Vaughn, Julianne Moore, William H. Macy, Viggo Mortensen, Anne Heche
Tónlist: Bernard Herrmann

sbs: *½/****

Í fundi hjá Universal Pictures, janúar 1998:

Framleiðandi 1: Jæja, ertu með eitthverjar hugmyndir?
Framleiðandi 2: Nei, þú?
Framleiðandi 1: Nei, en við þurfum að finna eitthverja mynd
Framleiðandi 2: Já, það er rétt. Eitthverja sem er örugg um að hala inn tekjum
Framleiðandi 1: Já
Framleiðandi 2: Hvað segirðu um að gera eitthverja prequel mynd?
Framleiðandi 1: Nei, prequel myndir verða ekki nógu vinsælar fyrren George Lucas kemur með Star Wars 1 á næsta ári.
Framleiðandi 2: Æjá
Framleiðandi 1: En framhald? Framhöld eru alltaf vinsæl.
Framleiðandi 2: Ah, ég veit Child’s Play!
Framleiðandi 1: Child’s Play 4 kemur út seinna í ár.
Framleiðandi 2: Ó, en hvað með prequal af Child’s Play? Við gætum kallað hana Child’s Play: The Prequel!
Framleiðandi 1: Nei, mannstu ekki prequel æðið kemur ekki fyrren á næsta ári.
Framleiðandi 2: Ok, já, nú veit ég það. Endurgerð!
Framleiðandi 1: Já, þær eru alltaf vinsælar. Endurgerð af hvaða mynd þá?
Framleiðandi 2: Æji veit ekki, einhverri hryllingsmynd.
Framleiðandi 1: Hmmm, hvað með PSYCHO?
Framleiðandi 2: Hvaða mynd var það aftur?
Framleiðandi 1: Æji, Hitchcock myndin, með morðingjann í mótelinu
Framleiðandi 2: Já, hvað hét morðinginn aftur
Framleiðandi 1: Norman Bates
Framleiðandi 2: Bíddu var hann ekki með hnífahanska og brunnið andlit?
Framleiðandi 1: Nei það var Freddy Mercury, nei Krueger meina ég.
Framleiðandi 2: Já, hvernig væri ef við gerðum prequel um hann?
Framleiðandi 1: Universal á ekki réttinn af honum
Framleiðandi 2: Anskotinn, ok þá gerum við bara Psycho endurgerðina
Framleiðandi 1: Ok, það er alveg öruggt að hún verði vinsæl, látum hana bara kosta lítið og græðum á fullu
Framleiðandi 2: Hvernig getum við látið hana kosta sem minnst?
Framleiðandi 1: Bara, notum sama handrit og… já, við þurfum ekki einu sinni leikstjóra við höfum bara gömlu myndina á spólu og látum leikarana herma eftir.
Framleiðandi 2: Held að við þurfum að hafa eitthvern leikstjóra samt.
Framleiðandi 1: Ok en eitthvern sem er sama um að hafa akurat ekkert af sér í myndinni
Framleiðandi 2: Hvað segirð um Tim Burton?
Framleiðandi 1: Nei hann er alltof frumlegur, eitthvern sem getur kóperað bara gömlu myndina og vinnur ódýrt.
Framleiðandi 2: Ok við finnum útur því seinna, hver á að leika í henni?
Framleiðandi 1: Það skiptir eiginlega ekki máli, fáum bara eitthverja ódýra leikara sem eru samt nógu þekktir til að fólk kannist við þá, og leikstjóra sem er alveg sama um að herma eftir í staðinn fyrir að leika
Framleiðandi 2: Og við verðum að hafa hana í lit
Framleiðandi 1: Annað kæmi ekki til greina
Framleiðandi 2: Ok, ég er sáttur, ert þú sáttur?
Framleiðandi 1: Já, það er ég

Jæja þá er þessi litli ‘leikþáttur’ á enda og best að snúa sér í alvöru gagnrýnina.

Endurgerðin af Psycho er án efa mjög sérstök endurgerð. Árlega koma fram tugir endurgerða, flestar lélegar en nær allar hafa eitthvað nýtt og frumlegt, þó mismikið. En þessi endurgerð hefur ekkert nýtt að færa. Leikstjórinn Gus Van Sant hefur afritað útgáfuna hans Hitchcock’s næstum nákvæmlega, það eru aðeins nokkrir smávægilegir hlutir öðruvísi en fáir sem skipta máli. Hann notar handritið eftir Joseph Stefano, tónlistina eftir Bernard Herrmann, meira að segja útlitið á opnunarnafnalistanum eftir Saul Bass. Það mætti halda að hann hefði verið með gömlu myndina á skjá og svo stýrt leikurunum eftir henni beint. Það er viss ‘deja vu’ upplifun sem kemur þegar horft er á minnistæðustu augnablikin, sturtuatriðið, þegar Arbogast dettur niður stigann og þegar Mamman kemur í ljós.

Myndin byrjar í Phoenix, 11. desember 1998. Marion Crane (Anne Heche) er örvæntingarfull um að finna leið til að hún geti verið með elskuhuganum sínum, Sam Loomis (Viggo Mortensen). Hún ákveður að stela peningum frá yfirmanni sínum og flýja bæinn. Hún er ekki mjög góður glæpamaður og skilur eftir sig mikla og augljósa slóð. Marion endar í móteli sem er rekið af Norman Bates sem er feiminn en vingjarnlegur við hana. En móðir hans er ekki nógu ánægð með að hann sýni annari konu áhuga sem leiðir til dauða Marion. Fljótlega koma fleiri á mótelið leitandi af henni, fyrst einkaspæjarinn Arbogast (William H. Macy og svo systir Marion, Lila (Julianne Moore) og Sam Loomis.

Leikararnir, fæstir eru sérstaklega góðir í hlutverkum sínum. Vince Vaughn er hálfhlægilegur sem Norman Bates, það vantar allan kraft í hann. Hann reynir að stæla Anthony Perkins en það misheppnast algerlega enda var Perkins með magnaða framistöðu, eitt það sem Perkins hafði var að hann var svo sakleysislegur en Vaughn er mjög skuggalegur náungi. Anne Heche er einfaldlega léleg sem Marion Crane og þó að Viggo Mortensen sé ágætur leikari þá á hann ekkert í að leika Sam Loomis persónuna, í gömlu var Sam svona ‘straight-arrow all american boy’ en Viggo gerir hann svolítið undarlegan, einsog hann hafi eitthvað að fela. Julianne Moore er reyndar ágæt sem Lila Crane. Lila er aðeins stærri persóna hérna heldur en í gömlu. En sá sem bjargar leikurunum alveg er William H. Macy sem einkaspæjarinn Milton Arbogast. Hann er eini leikarinn sem stendur sig betur en upprunalegi leikarinn.

Það er ótrúlegt hvernig Van Sant náði að afrita atriðin svona nákvæmlega en algerlega sneitt þau af allri spennu. Eitt af mistökum hans eru að hafa myndina í lit. Það er ekki einsog að Hitchcock hafi ekki getað haft myndina í lit þegar hann gerði hana en hann ákvað að hafa hana svart hvíta. Það var eitt af því sem gerði hana eins magnaða og hún var. Hann breitir jú nokkrum atriðum, sérstaklega í atriðinu þegar Norman er að horfa á Marion afklæðast gegnum gatið á skrifstofunni sinni. Í Hitchcock útgáfunni sást ekki hvað Norman var að gera en flestir vissu það, í þessari útgáfu sést nákvæmlega hvað hann er að gera og það var ekki eitthvað sem bætti spennuna.


sbs : 05/06/2002