Þegar ég fórnaði mér síðasta mánudag við að fara ó forsýningu Looper bjóst ég við því að vera búinn að skrifa og senda hingað inn gagnrýni sama kvöld. 
Það brást en ekki vegna leti eða tímaskorts hjá mér heldur vegna þeirrar einföldu staðreyndar að þegar skrifuð er gagnrýni að þá þarf að hafa eitthvað til þess að gagnrýna.

Og Looper skartar því að minnsta kosti ekki.

Sama hvað ég hef reynt að ná á hana höggi sýnir hún einfaldlega enga vankanta. Vitanlega fjallar hún um tímaferðalög og ber að taka sem slíkri en... en annað hvort er ég of bláeygður til þess að sjá brelluna eða hún leysir öll hin venjulegu vandamál tímaferðalaga með því sem virðist vera ofur einföld jafna. En við erum að tala um tímaferðalög hérna svo að þegar ég segi "leysa vandamálin"...

Hvað hef ég að segja um leikara?
Joseph Gordon-Levitt - Frábær. Lítið annað. Frábær. Og JÁ andlitið hans er frábrugðið. Því var breytt í förðunardeildinni til þess að líkjast Willis meira. Ekki láta það trufla þig.
Bruce Willis - Venjulegur Willis hér á ferð en gott að sjá hann í almennilegri kvikmynd.
Jeff Daniels - Lang skemmtilegastur. Bæði persónan sem hann lék og hvernig hann gerði það.
Emily Blunt - Sannfærandi.
Noah Segan og Paul Dano standa samt upp úr ásamt Daniels. 
Pierce Gagnon - Ég er aldrei hrifinn af krakka leikurum. Hefðu frekar átt að ráða Johnny Depp og góðan farðara.

Fyndin án áreynslu og áhugaverð á bæði siðferðislegu stigi sem rökfræðilegu.

8,5/10