Klassísk vísindaskáldskaparsena togar okkur frá sporbaug inn á mjög svo kunnuglegar slóðir. Fegurð landslagsins minnir á framandi plánetu, eða myndi fyrir einhvern henni ókunnugri. Kyrrð stórkostlegts útsýnisins þess er svo fljótt rofin af atriði sem að ég er enn að reyna að skilja til hlítar.
Ég hef beðið þess lengi að Scott gerði almennilega mynd, eða í alveg fimm ár (American Gangster, 2007). Enn lengur hef ég, og fullt af öðrum aðdáendum um allan heim, beðið þess að hann gerði eitthvað sem að jafnaðist á við það sem að skaut honum á stjörnustall fyrir þremur áratugum; epískan og ódauðlegan vísindaskáldskap.
Prómeþeifur er forleikur, eða fyrirrennari, hinnar eilífu Alien (1979) sem að er á meðal vinsælustu og frægustu hryllingsmynda fyrr og síðar. Þrátt fyrir það væri rangt að ætla að bera þær saman og dæma út frá því. Á meðan Alien reiddi sig á ógnandi forvitni og innilokunarfælni til þess að koma óttanum skila stólar Prometheus á... skrímsli og byssur. Umhverfi þeirra er sett upp sem óvinur en er ekki fullvirkjað sem áhrifavaldur í spennu heldur er nýtt sem bannsvæði fyrir persónur. Jebb. Hún kemur skrímslum til skila, mhm, og sömuleiðis byssum og jafnvel handalögmálum, en hvergi í þessari CGI orgíu er vottur af sönnum ótta. Fyrir þá sem að kannast vel við Alien er vel hægt að glotta og glenna upp augun í spennu en ekki rugla því saman við örvæntinguna sem að Ripley (aðalpersóna Alien) upplifði. Spenna, sjálfsagt, en nótur hryllingsverksins eru hvorki spilaðar í neinni melódíu né er þar að finna takt. Og ég segi það sem manneskja sem að er enn í sjokki eftir Signs (2002) og The Orphanage (2007).
Ég efast um að Prometheus myndi hafa virkað ef ekki fyrir hinar ágætis aðalpersónur og nokkrar fínar auka. Noomi Rapace (sleeeeeeeeef) og Michael Fassbender sína hina góðustustu takta og það með trúverðugar persónur. Það er ekki oft sem að mér fer í alvörunni að líka við þær og halda með, en báðar persónurnar leiddu mig með sér. Sérstaklega David, sem að Fassbender túlkaði á heillandi veg, og að fetaði í fótspor Ian Holm og Lance Henriksen og gerði vélmenni að mest spennandi og skemmtilegstu persónunum. Ef að ég gerði lista yfir eftirminnilegar persónur myndi David skora fyrir miðju.
Þarf ég að minnast á góðar tæknibrellur? Varla, en ég vill hrósa Scott fyrir að hafa ekki reitt sig algerlega á tölvur. Ef að þú ert að lesa þetta Mr. Scott þá vill ég segja hæ.
Svo hvað stendur eftir annað en Fassbender og landslag? Noomi Rapace. Eitthvað annað? Ekki mikið, en þar sem að ég fell alltaf fyrir goðafræði í bland við vísindaskáldskap (Stargate, ftw) lét ég leiðast í að líka strax við uppsetninguna og hið fínasta tónverk Marc Streitenfeld. Ég bara sakna svo mjög hryllingsins, ég sakna ótta. Afhverju bönnuð innan 16? Út af smá blóði? Það er til verra innan minna svo að gore og ótti voru vonbrigði.
En þeir náðu lífrænu óvinunum. Mér líkaði við þá þrátt fyrir ýmsar vangaveltur varðandi fæðuöflun og að vaxa og... og þegar líffræði setur þér takmörk. Sömuleiðis er það skemmtileg tilfinning þegar þú ert skilinn eftir með handfylli af lausum endum. Allaveg í þetta skiptið og nú segi ég soldið sem að ég segi sjaldnar en „hjálp María snákarnir eru komnir í grautinn“: Framhald takk núna.
Hún er góð, frábær jafnvel, en ekki á þann hátt sem að ég vonaðist eftir. Þeim sem að líkaði við Thor (2011) skilja hvernig mér líkaði við Prometheus. Hasar, sci-fi hasar, flott hönnun og undursamlegt umhverfi. Þetta er bíómynd og ef að þú ert á leiðinni að sjá hana þá lækkaðu væntingarnar. Kannski átti hún við sama vandamál að stríða og The Amazing Spider-man mun þurfa að takast á við: þessir fokking löngu og afhjúpandi trailerar.
8/10 (ég óttast að hún lækki við endurhorf)
Áhugaverðir punktar úr myndinni:
Noomi Rapace er fallegasta kona í heimi.
Hvaða boðskap getum við sem mannkyn dregið af myndinni?
Meira Noomi Rapace.