The Bride of Frankenstein The Bride of Frankenstein í leikstjórn James Whale. 1935.
Hlutverk skrímslisins er í höndum Boris Karloff, en maki hans er Elsa Lanchester.

Jú jú ég var að láta mér leiðast á föstudagskveldið þegar ég rak augun í þessa mynd. Bróðir minn hafði sent mér hana fyrir rúmlega hálfu ári síðan í afmælisgjöf og ég hafði enn ekki gefið mér tímann til að horfa á hana. No time like now hugsaði ég og skellti henni í.

Það sem ég átti von á var svona “cheesy drive-in theater endalausar nærmyndir af konum að öskra” mynd, en það sem ég fékk í staðinn var gamanspennumynd af hæstu gráðu!
Myndin byrjar þar sem Frankenstein (1) endar, skrímslið og skapari þess eiga að liggja báðir dánir í brennandi myllu. EN!! Doktor Henry Frankenstein (leikinn af Colin Clive) lifir enn og er borinn heim til sinnar elskandi konu (Valerie Hobson), og meðan hann er burtborinn rumskar SKRÍMSLIÐ í rústunum.
Þaað Liiifiiir…!!!
Skrímslið eigrar um sveitina í leit að umhyggju og vinskap, (sem það finnur í faðmi einmana blinds fiðluleikara) en hvert sem hann fer þá endar allt í steik.

Samtímis er Enn Brjálaðri Vísindamaður að nafni Doktor Pretorius (Ernest Thesiger) að gera sínar eigin tilraunir til þess að vekja líf í dauðum líkamspörtum og ætlar sér að fá Frankenstein til að hjálpa sér, hvað sem það kostar…

Virkilega flott mynd, vel tekinn og undarlega vel leikinn. Þá sérstaklega Ernest Thesiger sem Doktor Pretorius. Uppfull af svörtum húmor og stórkostlegum karakterum og eldist sérkennilega vel.
3.5 stjörnur af 5.