High Crimes
lengd : 115 mín
Leikstjóri : Carl Franklin
Aðalhlutverk : Ashley Judd, Morgan Freeman
Handrit : Yuri Zeltser
Tegund : Thriller (væmni og smá grín)
Framleiðsluár : 2002
Tagline : Everything you trust. Everything you know. May be a lie…
Bandarísk
VARÚÐ ! í þessari grein geta komið fram upplýsingar sem eyðileggja myndina fyrir þér !!
Myndin kom út árið 2002. Myndin fjallar um lögfræðinginn Claire Kubik, (Ashley Judd) þegar veröld hennar er við það að hrynja þegar Leyniþjónustan og herinn handtaka manninn hennar, Ronald Chapman (Jim Caviezel) og ákæra hann fyrir morð á 9 óbreyttum borgurum í Los Colinas (held það sé skrifað svona). Eftir þetta hefur Claire upp á Charles Grimes (Morgan Freeman), lögfræðingur sem á við drykkjuvanda að stríða. Og fjallar myndin um þau tvö að reyna að afla sönnunargagna til að sanna sakleysi eiginmannsins og ósvifnar tilraunir hersins til að reyna að þagga niður í þeim.
Myndin hefur nú ekki fengið góða dóma (6,1 á imdb). Carl Franklin hefur leikstýrt Devil in a blue Dress (Denzel Washington) og One true thing (William Hurt, Meryl Streep). Ashley Judd (Kiss the Girls) er að mínu mati léleg leikkona og þoli ég hana persónulega ekki, í þessari mynd þá ofleikur hún allt of mikið.Hef ég ekki neitt að setja meira út á þessa mynd nema hún er fyrirsjáanleg með svona svaka plot í endann sem ætti ekki að koma neinum á óvart.
ps. Af hverju er þetta svona í öllum myndum : þau faðmast, vondi kallinn og góða konan, hún tekur upp glerhlut, brýtur á hausnum á gaurnum hann dettur, hún “skokkar” burt og hann nær henni ??
Mitt álit : High Crimes er mynd sem mér finnst að hefði ekki átt að vera gerð, hún er leiðinleg og fyrirsjáanleg. Ég ráðlegg öllum eindregið að sleppa því að að fara á þessa mynd!
*/****
SotiRod