Spider-Man framhöldin / Vondu karlarnir sem koma til greina
Miðað við hinar ójafnanlegu vinsældir sem Spider-Man kvikmyndin fékk þá er augljóst að framhöldin munu streyma út. Spider-Man 2 mun koma í Maí árið 2004, samkvæmt Kirsten Dunst mun illmennin verða tvö í henni, Dr. Octopus og Lizard. Þetta er svipað einsog var gert með Batman og reyndar Superman. Í fystu myndinni kemur eitt illmenni (Joker/Green Goblin/Lex Luthor) til að það sé tími til að kynna ofurhetjuna fyrir áhorfendum en svo í mynd númer tvö er meiri tími fyrir hasarinn.
Mér líst mjög vel á þessa ákvörðun um illmennin. Ég fór að hafa áhyggjur að Hobgoblin mundi verða því að það var mikið gert útá það að Harry Osbourne mundi hefna föður síns en ætli þeir bíði ekki með það eitthvað.
Lizard
UM: Læknirinn Curtis Connors missti hægri hendina þegar hann vann í hersjúkrahúsi í persaflóastríðinu. Eftir það fór hann að gera tilraunir til að nota gen úr skriðdýrum til að endurbyggja líkamshluta sem hafa tapast. Þegar hann náði að búa til efni ákvað hann að prufa það á sjálfum sér. Efnið náði að láta hendina hans koma aftur en hún breitti líka genunum hans sem veldur því að hann breitist stundum í mann-eðluna sem er kölluð LIZARD!
Lizard hefur ofurmennska hæfileika, hann getur stokkið allt að 18 fet. Hann hefur þykka krókódíla húð og þolir byssukúlur. Hann getur hlaupið um 45 mílur á klukkutíma og getur notað skottið sem öfluga svipu.
LEIKARINN? Ég get alveg séð fyrir mér Mel Gibson eða kanski Jim Carrey leika Dr. Connors en hvort hann geti leikið eðluna sjálfa það er spurning. Það eru líka líkur á því að eðlan yrði bara tölvugerð.
Dr. Octopus
UM: Vísindamaðurinn Otto Octavius var eitt sinn mikilsmetinn kjarnorkufræðingur. Hann var pirraður á hve mannslíkaminn var takmarkaður svo hann byggði vél handleggi til að hjálpa honum við vinnuna í ransóknarstofunni en einn daginn varð slys í rannsóknarstofunni hans, hann varð fyrir miklum geislum og vélhandleggirnir festust á hann. Eftir það gat hann stjórnað þeim með fjarskynjun.
En geislunin breitti huga vísindamannsins líka. Hann breittist úr vísindamanni í stórmennskubrjálæðing. Hann fór að kalla sig Dr. Octopus og stefndi á peninga og völd.
LEIKARINN? Robin Williams hefur sýnt áhuga á að leika vísindamanninn. Ég gæti trúað því að hann yrði fínn.
Venom
UM: Eddie Brock vann hjá dagblaðinu sem Peter Parker vinnnur í en var rekinn eftir að Spider-Man sýndi að saga sem hann hafði skrifað hefði verið fölsk.
En Venom er aðallega geimvera sem blandast og eflir þá sem hún kemur við. Veran blandaðist Spider-Man um tíma og varð svarti búningurinn hans en þegar hann gerði sér grein fyrir að hún gæti tekið yfir líkama hans losaði hann sig við hana. En veran fann Brock og blandaðist honum.
Þegar veran fór af Spider-Man tók hún með sér afrit af hæfileikum hans og Venom getur gert allt sem Spider-Man getur gert, en hann sterkari og kraftmeiri.
LEIKARINN? Ég er ekki alveg viss um hver ætti að leika Eddie Brock. Kanski ef Matthew Lillard mundi buffa sig aðeins upp. Eða kanski Stephen Baldwin.
Kingpin
UM: Wilson Fisk er í augum flestra mikill kaupsýslumaður og mikilsmetinn borgari í New York en í raun er hann höfuð risastórar glæpasamtaka, í því starfi er hann kallaður Kingpin.
Hann hefur ótrúlega mikla krafta. Á yfirborðinu virðist hann vera nokkuð venjulegar feitur maður en í raun er hann með ótrúlega mikið vöðvamagn og getur glímt flesta þar á meðal Spider-Man og Daredevil.
LEIKARINN? Í kvikmyndinni ‘DareDevil’ sem kemur snemma á næsta ári mun Michael Clarke Duncan leika Kingpin svo það er mjög líklegt að hann muni leika hann aftur ef Kingpin kemur í Spider-Man. En efað það verður ákveðið að fá annan leikara þá get ég hugsað mér að sjá Brian Dennehy eða kanski James Earl Jones.
Rhino
UM: Smáglæpamaðurinn Alex O'Hirn var fengin til að vinna verk fyrir erlenda njósnara. Þeir sáu hve sterkur(og heimskur) hann var og voru vissir um að hann mundi hlýða þeim í einu og öllu. Hann samþykkti að fara í ímsar aðgerðir og tilraunir til að gera hann enn sterkari. En eftir að hann hafði gengið í gegnum þetta allt þá ákvað hann að snúast gegn yfirmönnum hans og vinna verkið fyrir sjálfan sig.
Hann hefur gífurlega krafta og búningurinn sem hann er í ver allan líkama hans. Hann hefu líka 2 horn á hausnum sem hann getur stungið í gegnum stálplötur.
LEIKARINN? Ég get eiginlega ekki séð fyrir mér neinn þekktan Hollywood leikara til að leika hann. Ætli þeir finni ekki eitthvern glímu kappa. Svo er líka möguleiki á að fá bara þekktan leikara og bæta vöðvunum á með hjálp búnings eða tölvu. Samt get ég ekki alveg séð fyrir mér neinn.
Mysterio
UM: Quentin Beck var þekktur í Hollywood sem tæknibrellu meistari en gerðist glæpamaður(það eru 2 sögur af því, ég segi hana sem ég þekki best). Eftir slys á tökustað þar sem hann sá um tæknibrellurnar á dó konan hans sem var leikkona. Eftir það var hann rekinn og fékk hvergi vinnu. Hann ákvað síðan að nota tæknina sem hann kunni svo vel í glæpi.
Í baráttu hans við Spider-Man notar hann mikið af ýmsum sprengiefnum en aðalvopnið hans er hjálmurinn sem er einskonar heilmyndarsýningar vél.
LEIKARINN? Ég er ekki alveg viss, kanski Ewan McGregor eða einhvern svipaðan.
Chameleon
UM: Njósnarinn Chameleon(kameljón) er mikill óvinur Spider-Mans. Hann getur breist í hvern sem er með hjálp frá heilmyndarbeltinu sínu. Það er lítið vitað um hver Chameleon er í raun og veru.
LEIKARINN? Það þarf ekki mikinn leikara til að leika Chameleon enda mun hann sjálfur ekkert sjást svo mikið. Væri ekki sniðugt að sjá t.d. Van Damme leika vondakarlinn? Ég held að það gæti orðið skemtilegt.
Myndir og fleira > <a href="http://www.sbs.is/greinar/Spiderman.asp">http://www.sbs.is/greinar/Spiderman.asp</a>
kv. sbs